Enski boltinn

Liverpool hefur lent átta sinnum 0-1 undir í síðustu tíu leikjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og félagar hafa gert sér lífið erfitt hvað eftir annað í síðustu leikjum með því að lenda 0-1 undir.
Mohamed Salah og félagar hafa gert sér lífið erfitt hvað eftir annað í síðustu leikjum með því að lenda 0-1 undir. Getty/Peter Byrne

Liverpool er þegar fjórum stigum á eftir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og samt eru aðeins tvær umferðir búnar.

Liverpool hefur enn ekki tapað leik en liðið hefur heldur ekki unnið leik heldur. Fyrstu tveir leikirnir hafa endað með jafntefli á móti liðum Fulham og Crystal Palace.

Báðir þessir leikir eiga það sameiginlegt með svo mörgum leikjum Liverpool að undanförnu að liðið lenti þar 0-1 undir.

Reyndar virðist 32. mínútan vera stórhættuleg því fyrsta mark Fulham og mark Crystal Palace litu bæði dagsins ljós á þessari mínútu eftir rúmlega hálftíma leik.

Í átta af síðustu tíu leikjum liðsins þá hafa mótherjar Liverpool skorað fyrsta mark leiksins og oftar en ekki gegn gangi leiksins eftir stórsókn Liverpool bar ekki árangur í upphafi leiks.

Liverpool lyfti bikar í báðum þessum tveimur leikjum af þessum tíu þar sem liðið lenti ekki undir. Það var í 3-1 sigri á Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn og í sigrinum á Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins en þar réðust úrslitin í vítakeppni eftir markalaust jafntefli.

Liverpool hefur nú spilað sex leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið fær á sig fyrsta mark leiksins og í fimm þeirra hefur markið komið í fyrri hálfleiknum.

Hér fyrir neðan má sjá þessa tíu síðustu keppnisleiki Liverpool.

 • Síðustu tíu keppnisleikir Liverpool liðsins:
 • 1-1 jafntefli við Crystal Palace í deild: Lentu 0-1 undir á 32. mínútu
 • 2-2 jafntefli við Fulham í deild: Lentu 0-1 undir á 32. mínútu
 • 3-1 sigur á Manchester City í Meistarakeppni: Komust í 1-0 á 21. mínútu
 • 0-1 tap fyrir Real Madrid í Meistaradeild: Lentu 0-1 undir á 59. mínútu
 • 3-1 sigur á Wolves í deild: Lentu 0-1 undir á 3. mínútu
 • 2-1 sigur á Southampton í deild: Lentu 0-1 undir á 13. mínútu
 • 0-0 jafntefli við Chelsea í bikarúrslitum:
 • 2-1 sigur á Aston Villa í deild: Lentu 0-1 undir á 13. mínútu
 • 1-1 jafntefli við Tottenham í deild: Lentu 0-1 undir á 56. mínútu
 • 3-2 sigur á Villarreal í Meistaradeild: Lentu 0-1 undir á 3. mínútuFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.