Þriðja liðið sem við smíðum í sumar Ester Ósk Árnadóttir skrifar 9. ágúst 2022 20:19 Mynd: Bára Dröfn „Ég er hrikalega stoltur af liðinu, það er ekki létt að koma til Akureyrar en þetta fór vel í dag,“ sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir gríðarlega mikilvægan sigur, 0-1 á móti Þór/KA. „Fyrir þremur dögum neitaði Þór/KA að færa leikinn fyrr svo að við næðum flugi heim, sem betur fer þá mótiveraði það leikmennina mína klárlega. Þannig það verður skemmtileg rútuferð hjá okkur heim.“ Afturelding hefur gengið í gegnum mikið í sumar og þurft að endurnýja hópin ítrekað. „Þeir sem vita hvað gerðist í sumar þeir vita. Það er í rauninni hægt að gera heila bíómynd um það eða allavega svona víkingsþætti. Þetta er þriðja liðið sem við smíðum í sumar og það er bara órtrúlegur karkter í liðinu. Leikmennirnir sem hafa verið hér síðan í byrjun eru bara að leiðbeina og hjálpa leikmönnunum í kringum sig og alltaf fáum við frammistöðu. Stundum hefur ekkert gengið en í dag að vinna þennan leik er frábært, það er bara þessi karakter og hjarta í liðinu eftir allt mótlætið í sumar. Ég get ekki annað en verið stoltur.“ Þór/KA lá á Aftureldingu í fyrri hálfleik og hreint ótrúlegt að þær hafi ekki skorað. Afturelding hins vegar lokað á nánast allt sem Þór/KA reyndi í síðari hálfleik. „Ég skal bara segja þér nákvæmlega það sem ég sagði við þær í hálfleik. Ég sagði við þær að það skora snemma í leikjum er ótrúlega erfitt því þá er oftast legið á manni, það að ná að halda því út í 45 mínútur er frábært. Þór/KA átti allan fyrri hálfleikinn en það sem er gott við okkur er að við getum varist. Við vörðumst og gerðum vel og svo unnum við okkur inn í þetta í seinni hálfleik.“ Afturelding er áfram í botnsætinu en er komið með níu stig, aðeins einu stigi frá öruggu sæti. „Við getum byggt ofan á þetta, eins og ég sagði eftir síðasta leik að nýju leikmennirnir okkar voru margar hverjar bara búnar að ná einni til tveimur æfingum en samt er mikil liðsandi. Þetta er þriðji grasleikurinn sem við vinnum í sumar þannig að við erum örugglega eina grasliðið sem er eftir sem vil vera graslið.“ Afturelding á heimaleik gegn Keflavík í næstu umferð. „Ég held það fyllist bara völlurinn núna, við erum mætar á heimavöll og ætlum okkur sigur þar í næstu umferð.“ Fótbolti Besta deild kvenna Afturelding Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Sjá meira
„Fyrir þremur dögum neitaði Þór/KA að færa leikinn fyrr svo að við næðum flugi heim, sem betur fer þá mótiveraði það leikmennina mína klárlega. Þannig það verður skemmtileg rútuferð hjá okkur heim.“ Afturelding hefur gengið í gegnum mikið í sumar og þurft að endurnýja hópin ítrekað. „Þeir sem vita hvað gerðist í sumar þeir vita. Það er í rauninni hægt að gera heila bíómynd um það eða allavega svona víkingsþætti. Þetta er þriðja liðið sem við smíðum í sumar og það er bara órtrúlegur karkter í liðinu. Leikmennirnir sem hafa verið hér síðan í byrjun eru bara að leiðbeina og hjálpa leikmönnunum í kringum sig og alltaf fáum við frammistöðu. Stundum hefur ekkert gengið en í dag að vinna þennan leik er frábært, það er bara þessi karakter og hjarta í liðinu eftir allt mótlætið í sumar. Ég get ekki annað en verið stoltur.“ Þór/KA lá á Aftureldingu í fyrri hálfleik og hreint ótrúlegt að þær hafi ekki skorað. Afturelding hins vegar lokað á nánast allt sem Þór/KA reyndi í síðari hálfleik. „Ég skal bara segja þér nákvæmlega það sem ég sagði við þær í hálfleik. Ég sagði við þær að það skora snemma í leikjum er ótrúlega erfitt því þá er oftast legið á manni, það að ná að halda því út í 45 mínútur er frábært. Þór/KA átti allan fyrri hálfleikinn en það sem er gott við okkur er að við getum varist. Við vörðumst og gerðum vel og svo unnum við okkur inn í þetta í seinni hálfleik.“ Afturelding er áfram í botnsætinu en er komið með níu stig, aðeins einu stigi frá öruggu sæti. „Við getum byggt ofan á þetta, eins og ég sagði eftir síðasta leik að nýju leikmennirnir okkar voru margar hverjar bara búnar að ná einni til tveimur æfingum en samt er mikil liðsandi. Þetta er þriðji grasleikurinn sem við vinnum í sumar þannig að við erum örugglega eina grasliðið sem er eftir sem vil vera graslið.“ Afturelding á heimaleik gegn Keflavík í næstu umferð. „Ég held það fyllist bara völlurinn núna, við erum mætar á heimavöll og ætlum okkur sigur þar í næstu umferð.“
Fótbolti Besta deild kvenna Afturelding Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Sjá meira