„Stórstjarna í Indie heiminum“ væntanleg til landsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:01 Aldous Harding heldur tónleika í Hljómahöll 15. ágúst næstkomandi. Aðsend Tónlistarkonan Aldous Harding verður með tónleika í Hljómahöllinni þann 15. ágúst næstkomandi. Harding kom fram á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2017 og hefur á undanförnum árum hlotið jákvæð viðbrögð frá gagnrýnendum fyrir plötur sínar. Grímur Atlason, einn af skipuleggjendum tónleikanna, segir gesti eiga von á kraftmiklum viðburði. „Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Aldous Harding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi en hún er stórstjarna í Indie heiminum. Hún gaf út sína fyrstu plötu Aldous Harding árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Í mars síðastliðnum sendi hún frá sér plötuna Warm Chris og hafa dómarnir verið frábærir og lögin Fever og Lawn hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur.“ Tónlistarmaðurinn H. Hawkline (Huw Evans) hitar upp fyrir Harding en þau eru einnig kærustupar. Hawkline er velskur tónlistar- og fjölmiðlamaður sem hóf sólóferil sinn árið 2010 og hefur gefið út fjórar plötur frá þeim tíma. Hann hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Cate Le Bon og Kevin Morby og nú á síðustu árum með kærustu sinni, Harding. „Í fjölmiðlaheiminum hefur hann sem dæmi unnið með samlanda sínum Huw Stephens en Stephens er tónlistaráhugafólki hér á landi sem víðar að góðu kunnur,“ segir í fréttatilkynningu. „Harding hefur einnig sent frá sér plöturnar Party (2017) og Designer (2019) og hlutu þær einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim,“ segir Grímur og bætir við: „Platan Designer fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og The Independent. Lagið Barrel náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019.“ Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur sínar með tónlistarmanninum John Parish sem er þekktur fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. View this post on Instagram A post shared by Aldous Harding (@aldousharding) Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikar hefjast 20:00. Rútuferðir eru í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallar. Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Grímur Atlason, einn af skipuleggjendum tónleikanna, segir gesti eiga von á kraftmiklum viðburði. „Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur á Íslandi að Aldous Harding leggi lykkju á leið sína til að halda tónleika hér á landi en hún er stórstjarna í Indie heiminum. Hún gaf út sína fyrstu plötu Aldous Harding árið 2014 og hefur síðan þá vakið athygli fyrir lagasmíðar og ekki síður flutning. Í mars síðastliðnum sendi hún frá sér plötuna Warm Chris og hafa dómarnir verið frábærir og lögin Fever og Lawn hafa heyrst á öldum ljósvakans síðustu vikur.“ Tónlistarmaðurinn H. Hawkline (Huw Evans) hitar upp fyrir Harding en þau eru einnig kærustupar. Hawkline er velskur tónlistar- og fjölmiðlamaður sem hóf sólóferil sinn árið 2010 og hefur gefið út fjórar plötur frá þeim tíma. Hann hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Cate Le Bon og Kevin Morby og nú á síðustu árum með kærustu sinni, Harding. „Í fjölmiðlaheiminum hefur hann sem dæmi unnið með samlanda sínum Huw Stephens en Stephens er tónlistaráhugafólki hér á landi sem víðar að góðu kunnur,“ segir í fréttatilkynningu. „Harding hefur einnig sent frá sér plöturnar Party (2017) og Designer (2019) og hlutu þær einróma lof gagnrýnenda og tónlistarunnenda um allan heim,“ segir Grímur og bætir við: „Platan Designer fékk fimm stjörnur af fimm mögulegum í Q tímaritinu og The Independent. Lagið Barrel náði talsverðri spilun á Íslandi þegar það kom út í febrúar 2019.“ Aldous Harding hefur unnið síðustu þrjár plötur sínar með tónlistarmanninum John Parish sem er þekktur fyrir samstarf sitt með PJ Harvey, Eels og Tracy Chapman. View this post on Instagram A post shared by Aldous Harding (@aldousharding) Húsið opnar klukkan 19:00 og tónleikar hefjast 20:00. Rútuferðir eru í boði á milli Reykjavíkur og Hljómahallar.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira