Erlent

Kínverjar hefja heræfingar umhverfis Taívan

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stjórnvöld í Kína bráðust ókvæða við heimsókn Pelosi og tilkynntu meðal annars um heræfingar og viðskiptatakmarkanir gagnvart Taívan.
Stjórnvöld í Kína bráðust ókvæða við heimsókn Pelosi og tilkynntu meðal annars um heræfingar og viðskiptatakmarkanir gagnvart Taívan. epa/Mark R. Cristino

Ríkismiðlar í Kína hafa greint frá því að umfangsmiklar heræfingar kínverska hersins umhverfis Taívan séu hafnar. Æfingarnar eru sagðar fara fram á sex svæðum umhverfis eyjuna og hafa tilmæli verið send út um að flugvélar og skip forðist svæðin á meðan þær standa yfir.

Sum svæðanna eru sögð ná inn á yfirráðasvæði Taívan og vera nálægt lykilhöfnum.

Varnarmálaráðuneyti Taívan segir herinn fylgjast með þróun mála. Stjórnvöld muni ekki leita eftir því að stigmagna spennu á svæðinu en heldur ekki gefa eftir þegar kemur að því að standa vörð um öryggi og fullveldi ríkisins.

Reuters hefur eftir heimildarmanni að um tíu kínversk herskip hafi farið yfir óformleg landamæri Taívan og Kína en að þau hafi hörfað eftir að hafa verið mætt af taívönskum skipum. Þá flugu nokkrar herflugvélar Kínverja einnig yfir línuna í skamma stund.

Heræfingar Kínverja eru viðbrögð við heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.