Lífið

Breytti Kim Kardashian í Minion

Elísabet Hanna skrifar
Mæðgurnar eru miklar vinkonur.
Mæðgurnar eru miklar vinkonur. Getty/Marc Piasecki

Upprennandi förðunarfræðingurinn North West, sem er aðeins níu ára gömul, breytti mömmu sinni Kim Kardashian í gulan Minion og deildi útkomunni með fylgjendum sínum á Tik Tok.

North virðist hafa erft listræna hæfileika foreldranna og móðir hennar brosti alsæl með afraksturinn líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan:

Málverkið sem vakti upp spurningar

Kim hefur áður deilt listrænum hæfileikum dóttur sinnar á samfélagsmiðlum. Fyrir tveimur árum síðan setti hún inn mynd af málverki sem North, þá sjö ára, bjó til samkvæmt móður sinni. Eftir að myndin fór á samfélagsmiðla byrjuðu netverjar að draga frásögn Kim í efa og vakti listaverkið upp margar spurningar meðal þeirra.


Tengdar fréttir

Kylie og Kim gagnrýna nýja stefnu Instagram

Instagram þarf að eiga við kraftmikla gagnrýni frá þekktum notendum sínum þessa dagana en Kylie Jenner og Kim Kardashian gagnrýna myndbandamiðaða stefnu miðilsins. Þær hvetja stjórnendur til þess að endurhugsa áherslur miðilsins.

Annað barn á leiðinni hjá Kardashian og Thompson

Raunveruleikastjarnan Khloe Kardashian á von á öðru barni með körfuknattleiksmanninum Tristan Thompson. Samkvæmt erlendum miðlum var barnið getið í nóvember á síðasta ári en staðgöngumóðir gengur með það.

Innlit á heimili Kim Kardashian

Kim Kardashian fékk Vogue í heimsókn á dögunum og sýndi hún alla sína uppáhalds hluti. Þar á meðal eru málverk eftir dóttur hennar North.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.