North virðist hafa erft listræna hæfileika foreldranna og móðir hennar brosti alsæl með afraksturinn líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan:
Málverkið sem vakti upp spurningar
Kim hefur áður deilt listrænum hæfileikum dóttur sinnar á samfélagsmiðlum. Fyrir tveimur árum síðan setti hún inn mynd af málverki sem North, þá sjö ára, bjó til samkvæmt móður sinni. Eftir að myndin fór á samfélagsmiðla byrjuðu netverjar að draga frásögn Kim í efa og vakti listaverkið upp margar spurningar meðal þeirra.
Just had to post this bc it s a North West Classic! pic.twitter.com/jiGnglNHay
— Kim Kardashian (@KimKardashian) February 23, 2021