Lífið

Lil Curly í Eyjum: „Það verður örugglega leiðinlegt í kvöld“

Elísabet Hanna skrifar
Lil Curly ætlar að skemmta sér á Þjóðhátíð.
Lil Curly ætlar að skemmta sér á Þjóðhátíð. Elísabet Hanna

Lil Curly er mættur á Þjóðhátíð í sitt þriðja skipti en óttast þó að ná ekki að skemmta sér að sökum þess að uppáhalds tónlistarmaðurinn hans er ekki að koma fram. 

„Fékk Covid sömu helgi,“ sagði hann aðspurður hvort að hann hafi ætlað sér að mæta fyrir tveimur árum áður en hátíðin féll niður árið örlagaríka 2020. 

Sættir sig við Bubba

„Ég var spenntastur fyrir Séra Bjössa en þeir voru með einhver leiðindi stjórnin og vildu ekki bóka þá svo það verður örugglega leiðinlegt í kvöld,“ sagði hann og rifjaði upp sínar uppáhalds Þjóðhátíðar minningar sem allar virtust innihalda fyrrnefndan tónlistarmann. 

„Ég held að Bubbi verði nú reyndar í brekkunni og læti, tek það,“ sagði hann þó og sættir sig skemmtunina framundan. „Ég er heitur fyrir brekkusöngnum, strákunum, ég veit að það er stemning og verður geggjað.“

Klippa: Lil Curly í Eyjum

Tengdar fréttir

Spennt fyrir íslensku tónlistinni

Eva Doyle kom til Íslands í maí frá Írlandi þess að sinna sjálfboðastörfum en endaði á Þjóðhátíð þar sem hún er spennt að kynnast íslenskri tónlist betur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.