Erlent

Vörpuðu sprengjum á há­skóla­byggingu í Kharkív

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínskir hermenn í borginni Kharkív hvíla sig.
Úkraínskir hermenn í borginni Kharkív hvíla sig. AP/Evgeniy Maloletka

Næst stærsta borg Úkraínu, Kharkív, varð fyrir sprengjuárásum í nótt og í morgun. Borgarstjórinn Ihor Terekhov segir að sprengjur hafi lent í norðuaustuhluta borgarinnar á tveggja hæða húsi og á háskólabyggingu.

Eldur kom upp í húsinu sem slökkviliðsmönnum tókst að ráða niðurlögum á. Í suðurhluta landsins sækja Úkraínumenn enn fram og hafa haldið áfram árásum á einangraðar rússneskar herdeildir á svæðinu.

Rússar gerðu árásir á nokkrum stöðum í landinu í gær og þar á meðal létust fimm almennir borgarar og 26 særðust þegar eldflaugar hittu borgina Kroynytskyi.

Þá særðust fimmtán á herstöð í útjaðri Kænugarðs auk þess sem rússneskar sprengjur féllu einnig í norður- og suðurhluta landsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.