Sport

Nýtt nafn á lista sigur­vegara í Tour de France

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jonas Vingegaard Rasmussen fagnar sigrinum með fjölskyldu sinni. 
Jonas Vingegaard Rasmussen fagnar sigrinum með fjölskyldu sinni.  Vísir/Getty

Hinn danski Jon­as Vingega­ard Rasmussen kom fyrstur í mark í Frakk­lands­hjól­reiðunum, Tour de France, en keppni lauk í hjólreiðakeppninni sögufrægu í dag.

Vingegaard, sem hjólar fyrir Team Jum­bo Visma, var þrem­ur mín­út­um og 34 sek­úndum á und­an Slóvenanum Tadej Pogacar þegar keppninni lauk við Sigurbogann í París.

Pogocar hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum. Walesverj­inn Geraint Thom­as, sem bar sigur úr býtum í keppninni árið 2018, varð síðan í þriðja sæti.

Þetta er í annað skipti sem Dani vinnur Frakklandshjólreiðarnar í 109 ára sögu keppninnar. Bjarne Riis fór með sigur af hólmi árið 1996. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×