Tónlist

„Legg til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Klara Elias hefur tekið fyrir Þjóðhátíðarlög og sett þau í órafmagnaðan búning. 
Klara Elias hefur tekið fyrir Þjóðhátíðarlög og sett þau í órafmagnaðan búning.  Hafþór Karlsson

Söngkonan Klara Elias frumsýnir síðasta myndbandið í röð órafmagnaðra Þjóðhátíðarlaga hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 12:30.

Í þetta sinn verður þjóðhátíðarlagið hennar Eyjanótt tekið fyrir í nýjum búning en á síðustu vikum hefur hún sem dæmi flutt Lífið er yndislegt og Ástin á sér stað. Klara stígur á svið í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í ár og hlakkar mikið til. Fólk má búa sig undir Þjóðhátíðarlög í bland við gamla popphittara söngkonunnar.

„Ég ætla að hafa þetta í anda sannrar kvöldvöku og verð með kassagítar með mér. Fyrir utan að læra Þjóðhátíðarlagið í ár og syngja með þá legg ég til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna.“


Tengdar fréttir

Klara í The Kardashians

Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi.

Klara í fyrsta sæti íslenska listans

Söngkonan Klara Elias situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt. Lagið kom út 7. júní síðastliðinn og hefur óðfluga hækkað sig upp listann að undanförnu.

Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×