Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. júlí 2022 12:16 óundirbúnað fyrirspurnir á Alþingi vegna sölunnar á Íslandsbanka Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins. Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór. Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Innviðaráðherra hefur boðað það að gjaldtaka skuli meðal annars hefjast á ný í jarðgöngum landsins til að fjármagna væntanleg Fjarðarheiðagöng á Austfjörðum en ákvörðunin hefur vakið hörð viðbrögð. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, telur ráðherrann kominn út í móa í þessu tiltekna máli. „Það er nú mjög stutt síðan að hann var þeirrar skoðunar að það kæmi til að mynda ekki til greina að taka gjald þar sem ekki væri önnur fær leið. Það eitt og sér sýnist mér slá ýmsar af þessum hugmyndum ráðherrans út af borðinu,“ segir Bergþór. Þá tekur hann sem dæmi að búið sé að borga upp hverja krónu fyrir Hvalfjarðargöngin og að þegar sé verið að taka gjald í Vaðlaheiðargöngunum. Deila megi sömuleiðis um það hvort það sé eðlilegt að taka upp gjald fyrir umferð innan sveitarfélags. Tillagan líkist bútasaumi Bergþór segir það lengi hafa legið fyrir að Fjarðarheiðagöngin séu ófjármögnuð samkvæmt fjármála- og samgönguáætlunum, og því hafi tilkynning ráðherrans að þessu sinni ekki komið honum sérstaklega á óvart. „Þannig að á einhverjum tímapunkti hlaut ráðherrann að þurfa að stíga fram, en það að hann geri það í júlí bendir svona til þess að hann hafi vonað að sleppa heldur létt frá umræðunni. En við sjáum nú að viðbrögðin eru þeirra gerðar að það er ekki að takast,“ segir hann. Ríkisstjórnin hafi síðastliðinn fimm ár ýtt því verkefni undan sér að endurhugsa gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Það verði þó að gera með heildstæðum hætti en núverandi tillaga ráðherrans líkist frekar bútasaumi að sögn Bergþórs. Hugsa þurfi málið til enda Vegagerðin áætlar að kostnaður við gerð ganganna verði á bilinu 44 til 47 milljarðar króna en aðeins er kveðið á um 17,7 milljarða króna framlög í samgönguáætlun og því ljóst að allt að 30 milljarða króna vanti upp á. „Ef að menn ætla að ná þeim 30 milljörðum í gjaldtöku af jarðgöngum landið um kring, jafn undarlega og það kann að hljóma, þá held ég að það sé nú betra að taka sér einhvern smá tíma í að hugsa málið til enda og komast þá í mark, í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum áfram, eins og mér þykir ráðherra nú hafa gert í þessu máli,“ segir Bergþór.
Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vegagerð Vegtollar Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira