Bíó og sjónvarp

Sanderson systur mæta á Disney+ eftir 29 ára dvala

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Leikkonurnar Kathy Najimy, Bette Midler og Sarah Jessica Parker fara aftur í hlutverk Sanderson-systranna.
Leikkonurnar Kathy Najimy, Bette Midler og Sarah Jessica Parker fara aftur í hlutverk Sanderson-systranna. DMedMedia/Disney

Margir kannast eflaust við Sanderson systurnar úr myndinni Hocus Pocus sem leit dagsins ljós árið 1993 en nú eru þær mættar aftur eftir 29 ára dvala.

Aðdáendur kvikmyndarinnar Hocus Pocus geta nú glaðst en framhaldsmynd sem ber heitið Hocus Pocus 2 mun lenda á streymisveitunni Disney+ nú 30. september.

Í fyrri myndinni frá 1993 vekur forvitinn unglingur Sanderson nornirnar þrjár til lífsins á hrekkjavöku og þarf að eiga við afleiðingar þess. Systurnar léku Bette Midler, Sarah Jessica Parker og Kathy Najimy en þær hafa tekið við þessum hlutverkum á ný.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×