Lífið

Eignum Boseman skipt jafnt milli ekkju hans og foreldra

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hinn 43 ára Chadwick Boseman var ekki með erfðaskrá þegar hann lést og nú tæpum tveimur árum síðar hefur fjölskylda hans ákveðið hvernig skuli skipta eftirlátnum eignum hans.
Hinn 43 ára Chadwick Boseman var ekki með erfðaskrá þegar hann lést og nú tæpum tveimur árum síðar hefur fjölskylda hans ákveðið hvernig skuli skipta eftirlátnum eignum hans. Getty/Gareth Cattermole

Þegar leikarinn Chadwick Boseman lést fyrir tveimur árum hafði ekki verið gerð erfðaskrá og því ekki ljóst hvernig ætti að skipta eignum hans. Nú hefur verið ákveðið að eftirlátnar eignir Boseman, um 2,5 milljónir bandaríkjadala, muni skiptast jafnt á milli foreldra Boseman og ekkju hans.

Leikarinn Chadwick Boseman, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Svarti pardusinn, lést af völdum ristilkrabbameins árið 2020 aðeins 43 ára að aldri. Boseman hélt veikindum sínum leyndum fyrir almenningi og því komu fréttir af andláti hans öllum að óvörum.

Nú þarf fjölskylda hans að sjá um að skipta eignum Boseman en þær nema um 2,5 milljónum bandaríkjadala.

Taylor Simone Ledward, ekkja Boseman, var gerð að umsjáraðila yfir dánarbúi Boseman í október 2020 og nú hefur verið ákveðið að eftirlátnum eignum verði skipt á milli ekkju hans og foreldra. Skiptingin er þannig að Ledward fær helming búsins á meðan foreldrar Boseman, Leroy og Carol Boseman, fá hinn helminginn, eða fjórðung hvort.


Tengdar fréttir

Black Panther-stjarnan látin

Chadwick Boseman, leikarinn sem lék aðalhlutverkið í Marvel-myndinni Black Panther, er látinn. Boseman var aðeins 43 ára gamall.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.