Erlent

Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Duterte lætur af embætti innan tíðar en á sama tíma verður dóttir hans varaforseti.
Duterte lætur af embætti innan tíðar en á sama tíma verður dóttir hans varaforseti. epa/Lisa Marie David

Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári.

Rappler er ein fárra fréttastofa í landinu sem er gagnrýnin á störf Rodrigo Duterte, fráfarandi forseta landsins, og raunar er tilskipunin nú um lokun fréttaveitunnar eitt af síðustu verkum fráfarandi ríkisstjórnar. 

María Ressa hefur lengi verið þyrnir í augum stjórnvalda á Filippseyjum.epa/Justin Lane

María Ressa segist ekki ætla að loka og ætla með málið fyrir dómstóla en yfirvöld halda því fram að fjármögnun fréttaveitunnar standist ekki stjórnarskrá landsins, sem bannar erlenda eignaraðild. 

Fáum dylst þó að helsta markmiðið er að loka fréttassíðunni, sem lengi hefur verið þyrnir í augum stjórnvalda. Stuðningsmaður Dutertes og sonur fyrrverandi forseta landsins, Ferdinand Marcos yngri, tekur brátt við stjórnartaumunum og dóttir Dutertes verður varaforseti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.