Innlent

Flúði af vett­vangi eftir um­ferðar­ó­happ

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn má eiga von á sekt vegna athæfisins.
Maðurinn má eiga von á sekt vegna athæfisins. Vísir/Vilhelm

Ökumaður má eiga von á sekt eftir að hafa flúið af vettvangi eftir umferðaróhapp á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla hafði uppi á ökumanninum og segir að hann megi eiga von á sekt fyrir að hafa yfirgefið vettvang án þess að gera ráðstafanir.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en ekki er tekið fram hvenær slysið átti sér stað. Slysið átti sér stað í umdæmi lögreglustöðvarinnar sem heldur utan um verkefni í Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ, en nánari upplýsingar eru ekki gefnar.

Í dagbók lögreglu segir einnig að tilkynnt hafi verið um mann að brjótast inn í hús í sama umdæmi. Það hafi hins vegar ekki tekist og reyndi maðurinn að flýja af vettvangi eftir að hafa hrint þeim sem tilkynnti um innbrotstilraunina. Maðurinn fannst skömmu síðar og er lögregla „með upplýsingar um manninn“.

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði einnig mann sem ók á 113 kílómetra hraða þar sem hámarkshraðinn er fimmtíu. Var maðurinn sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Sömuleiðis voru nokkrir ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×