Tugir jarðvísindamanna mættir í Mývatnssveit að rannsaka Kröflu Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2022 18:09 Frá Kröfluvirkjun. Fyrsta gossprungan í Kröflueldum opnaðist aðeins þrjá kílómetra frá stöðvarhúsinu. Vilhelm Gunnarsson Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku. Í verkefninu er unnið að rannsóknum á tveimur lykileldstöðvum í Evrópu, Kröflu og Etnu á Sikiley. Eitt helsta markmið verkefnisins eru að varpa nýju ljósi á samband jarðhitasvæðisins við kviku í rótum Kröflu, að því er segir í fréttatilkynningu. Verkefnið heitir Improve, er styrkt af Evrópusambandinu, og snýst um þjálfun fimmtán doktorsnema. Af þeim munu níu skrifa doktorsritgerðir sínar um Kröflu en sex um Etnu á Sikiley en Eldfjallastofnun Ítalíu er í forsvari fyrir verkefninu. „Niðurstöðurnar í djúpborunarverkefninu í Kröflu árið 2009 hafa vakið heimsathygli, en þá var borað niður í kviku á 2,1 kílómetra dýpi. Er það ein ástæða þess hve mikill áhugi er á Kröflu í vísindaheiminum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um verkefnið. Flest Kröflugosin á árunum 1975 til 1984 komu upp við Leirhnjúk.Vilhelm Gunnarsson Opið hús verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun, þriðjudag, milli klukkan 17 og 19, þar sem verkefnið verður kynnt. Fundurinn er öllum opinn og þar verða viðfangsefni Improve kynnt fyrir heimafólki og öðrum þeim sem áhuga hafa. Mælingarnar í Kröflu munu standa fram í júlí en um þessar mundir vinna 30 til 40 manns að þeim. Mesta vinnan liggur í nákvæmum jarðskjálfta- og jarðviðnámsmælingum, að sögn forsvarsmanna verkefnisins. Tilgangur mælinganna er að staðsetja betur hvar kviku er að finna undir Kröflu, skoða samspil jarðhita og kviku og rannsaka af meiri nákæmni en áður gerð og lagskiptingu bergs innan Kröfluöskjunnar. Einnig er unnið að mælingum á efnasamsetningu jarðhitavökva og eiginleikum og útbreiðslu jarðhita á yfirborði með eðlis- og efnfræðilegum mælingum. Að Improve koma tólf háskólar og rannsóknastofnanir í Evrópu. Hér á landi er það Jarðvísindastofnun Háskólans sem leiðir doktorsnemaverkefnið en Landsvirkjun tekur einnig virkan þátt. Af fimmtán doktorsnemum eru tveir við Háskóla Íslands. Kröflueldar stóðu yfir í um níu ára skeið á árunum 1975 til 1984. Þá fékkst í fyrsta sinn góð sýn á hvernig landið gliðnar þegar kvikugangar myndast. Kröflueldar eins og þeir birtust heimamönnum voru árið 2015 rifjaðir upp á Stöð 2 í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Eldstöðin Krafla er ein mest rannsakaða eldstöð í heiminum og áhugi vísindafólks á henni mikill. Þar er jafnframt eitt mest rannsakaða jarðhitasvæði jarðar en jarðhitavirkjun hefur verið rekin þar í nokkra áratugi þar sem fengist hefur mikil reynsla á tengsl virkjunar og jarðhitasvæðis . Djúpborunarverkefni í Kröflu vakti mikla athygli á sínum tíma en þá endaði borinn niður á kviku á 2,1 kílómetra dýpi, en fá dæmi eru um slíkt annarstaðar. „Áform eru um að bora sérstaka holu til að kanna kvikuna og koma fyrir rannsóknabúnaði svo hægt sé að rannsaka kvikuna í jarðskorpunni en að því stendur fjölþjóðlegur hópur,“ segir í fréttatilkynningunni. Fjörutíu ára afmælis Kröfluelda var minnst í þessari frétt í desember 2015: Eldgos og jarðhræringar Vísindi Þingeyjarsveit Háskólar Landsvirkjun Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
Í verkefninu er unnið að rannsóknum á tveimur lykileldstöðvum í Evrópu, Kröflu og Etnu á Sikiley. Eitt helsta markmið verkefnisins eru að varpa nýju ljósi á samband jarðhitasvæðisins við kviku í rótum Kröflu, að því er segir í fréttatilkynningu. Verkefnið heitir Improve, er styrkt af Evrópusambandinu, og snýst um þjálfun fimmtán doktorsnema. Af þeim munu níu skrifa doktorsritgerðir sínar um Kröflu en sex um Etnu á Sikiley en Eldfjallastofnun Ítalíu er í forsvari fyrir verkefninu. „Niðurstöðurnar í djúpborunarverkefninu í Kröflu árið 2009 hafa vakið heimsathygli, en þá var borað niður í kviku á 2,1 kílómetra dýpi. Er það ein ástæða þess hve mikill áhugi er á Kröflu í vísindaheiminum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur um verkefnið. Flest Kröflugosin á árunum 1975 til 1984 komu upp við Leirhnjúk.Vilhelm Gunnarsson Opið hús verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun, þriðjudag, milli klukkan 17 og 19, þar sem verkefnið verður kynnt. Fundurinn er öllum opinn og þar verða viðfangsefni Improve kynnt fyrir heimafólki og öðrum þeim sem áhuga hafa. Mælingarnar í Kröflu munu standa fram í júlí en um þessar mundir vinna 30 til 40 manns að þeim. Mesta vinnan liggur í nákvæmum jarðskjálfta- og jarðviðnámsmælingum, að sögn forsvarsmanna verkefnisins. Tilgangur mælinganna er að staðsetja betur hvar kviku er að finna undir Kröflu, skoða samspil jarðhita og kviku og rannsaka af meiri nákæmni en áður gerð og lagskiptingu bergs innan Kröfluöskjunnar. Einnig er unnið að mælingum á efnasamsetningu jarðhitavökva og eiginleikum og útbreiðslu jarðhita á yfirborði með eðlis- og efnfræðilegum mælingum. Að Improve koma tólf háskólar og rannsóknastofnanir í Evrópu. Hér á landi er það Jarðvísindastofnun Háskólans sem leiðir doktorsnemaverkefnið en Landsvirkjun tekur einnig virkan þátt. Af fimmtán doktorsnemum eru tveir við Háskóla Íslands. Kröflueldar stóðu yfir í um níu ára skeið á árunum 1975 til 1984. Þá fékkst í fyrsta sinn góð sýn á hvernig landið gliðnar þegar kvikugangar myndast. Kröflueldar eins og þeir birtust heimamönnum voru árið 2015 rifjaðir upp á Stöð 2 í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Eldstöðin Krafla er ein mest rannsakaða eldstöð í heiminum og áhugi vísindafólks á henni mikill. Þar er jafnframt eitt mest rannsakaða jarðhitasvæði jarðar en jarðhitavirkjun hefur verið rekin þar í nokkra áratugi þar sem fengist hefur mikil reynsla á tengsl virkjunar og jarðhitasvæðis . Djúpborunarverkefni í Kröflu vakti mikla athygli á sínum tíma en þá endaði borinn niður á kviku á 2,1 kílómetra dýpi, en fá dæmi eru um slíkt annarstaðar. „Áform eru um að bora sérstaka holu til að kanna kvikuna og koma fyrir rannsóknabúnaði svo hægt sé að rannsaka kvikuna í jarðskorpunni en að því stendur fjölþjóðlegur hópur,“ segir í fréttatilkynningunni. Fjörutíu ára afmælis Kröfluelda var minnst í þessari frétt í desember 2015:
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Þingeyjarsveit Háskólar Landsvirkjun Jarðhiti Orkumál Tengdar fréttir 40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52 Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00 Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Sjá meira
40 ár frá upphafi Kröfluelda Fjörutíu ár eru í dag frá upphafi Kröfluelda, hrinu eldgosa sem stóð yfir í níu ár norðan við byggðina í Mývatnssveit. 20. desember 2015 18:52
Fágætar myndir af fyrsta Kröflugosinu Fyrir fjörutíu árum náði verkfræðingur á vegum Kröflunefndar fágætum ljósmyndum af upphafi Kröfluelda, sem teknar voru í fyrsta fluginu yfir gosstöðvarnar. 10. mars 2015 21:00
Bora dýpstu holu Íslands - hittu síðast í glóandi kviku Samningar voru undirritaðir í dag um borun dýpstu og heitustu borholu á Íslandi. 26. apríl 2016 18:45