Fótbolti

Fjórtán dagar í EM: „Ég á sjö frabær systkini“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gunnhildur Yrsa í einum af sínum 89 A-landsleikjum.
Gunnhildur Yrsa í einum af sínum 89 A-landsleikjum. Oliver Hardt/Getty Images

Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Reynsluboltinn og harðhausinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er næst í röðinni.

Hin 33 ára gamla Gunnhildur Yrsa er sannkallaður máttarstólpi í íslenska landsliðinu. Hún nýtur sín best á miðri miðjunni en leysti af hægri bakvörð þegar þess þurfti. Gunnhildur Yrsa tók við fyrirliðabandi Íslands er Sara Björk Gunnarsdóttir fór í barneignaleyfi og skilaði því hlutverki með sóma eins og öðrum sem hún tekur sér fyrir hendur. 

Gunnhildur Yrsa spilar í dag með Orlando Pride í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum en hún hefur komið víða við á ferli sínum sem hófst með Stjörnunni. Eftir sumarið 2012 hélt þessi grjótharði miðjumaður á vit ævintýranna. 

Fyrst fór hún til Noregs en þar spilaði hún með fjórum liðum: Arna-Bjørnar, Grand Bodø, Stabæk og Vålerenga. Þaðan lá leiðin vestur um haf en Gunnhildur Yrsa samdi við Utah Royals árið 2018. 

Þar var hún tvö ár en fór samt sem áður á láni til Adelaide United í Ástralíu og Vals hér á landi sumarið 2020. Það var svo á síðasta ári sem Gunnhildur Yrsa færði sig um set í NWSL-deildinni en í dag leikur hún eins og áður sagði með Orlando Pride.

Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2011 en var ekki hluti af hópnum sem fór á EM 2013. Gunnhildur Yrsa var hins vegar á sínum stað þegar Ísland fór á EM fjórum árum síðar og er að sjálfsögðu hluti af hópnum sem fer á EM í Englandi.

Gunnhildur Yrsa gefur ekkert eftir.Vísir/Hulda Margrét

Fyrsti meistaraflokksleikur? Æfingaleikur með Stjörnunni árið 2003.

Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? How Will I Know með Whitney Houston.

Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já, mamma, pabbi og systkini mín. Maki minn mætir einnig sem og vinkona mín Lára og maðurinn hennar. 

Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Þjálfari og einkaþjalfari, fótbolti fyrir alla námskeið, flokkstjóri í unglingavinnunni.

Í hvernig skóm spilarðu? Nike Mercurial.

Uppáhalds lið í enska? Arsenal.

Uppáhalds tölvuleikur? Orðaleikir.

Uppáhalds matur? Fiskur.

Fyndnust í landsliðinu? Hallbera og Stesó.

Gáfuðust í landsliðinu? Sveindís.

Óstundvísust í landsliðinu? Sveindís.

Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Ísland eða England.

Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Hanga með Hallberu.

Átrúnaðargoð í æsku? Viera og Henry eða Margrét Óla.

Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Ég á sjö frabær systkini.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×