Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum 16. ágúst 2025 17:00 Raphinha kom Börsungum á bragðið. Alex Caparros/Getty Images Barcelona varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili og hóf titilvörn sína í spænsku úrvalsdeildinni á öruggum 0-3 sigri gegn Mallorca í kvöld. Gestirnir í barcelona áttu í litlum vandræðum með Mallorca í kvöld og komust yfir strax á sjöundu mínútu með marki frá Raphinha áður en Ferran Torres tvöfaldaði forystu liðsins rétt rúmum stundarfjórðungi síðar. Heimamenn komu sér í allskonar vandræði fyrir hlé og fengu þeir Manu Morlanes og Vedat Muriqi báðir að líta beint rautt spjald með stuttu millibili. Morlanes fauk út af á 33. mínútu og Muriqi aðeins sex mínútum síðar. Heimamenn þurftu því að leika seinni hálfleikinn, og rúmlega það, tveimur mönnum færri. Börsungar nýttu sér þó ekki liðsmuninn til að hlaða inn mörkum, en sigur þeirra var þó aldrei í hættu. Liðið bætti einu marki við á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar ungstirnið Lamine Yamal skoraði fallegt mark og þar við sat. Niðurstaðan því 0-3 sigur Barcelona sem hefur titilvörn sína á góðum nótum, en ljóst er að tímabilið gæti orðið langt fyrir leikmenn Mallorca. Spænski boltinn
Barcelona varð tvöfaldur meistari á síðasta tímabili og hóf titilvörn sína í spænsku úrvalsdeildinni á öruggum 0-3 sigri gegn Mallorca í kvöld. Gestirnir í barcelona áttu í litlum vandræðum með Mallorca í kvöld og komust yfir strax á sjöundu mínútu með marki frá Raphinha áður en Ferran Torres tvöfaldaði forystu liðsins rétt rúmum stundarfjórðungi síðar. Heimamenn komu sér í allskonar vandræði fyrir hlé og fengu þeir Manu Morlanes og Vedat Muriqi báðir að líta beint rautt spjald með stuttu millibili. Morlanes fauk út af á 33. mínútu og Muriqi aðeins sex mínútum síðar. Heimamenn þurftu því að leika seinni hálfleikinn, og rúmlega það, tveimur mönnum færri. Börsungar nýttu sér þó ekki liðsmuninn til að hlaða inn mörkum, en sigur þeirra var þó aldrei í hættu. Liðið bætti einu marki við á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar ungstirnið Lamine Yamal skoraði fallegt mark og þar við sat. Niðurstaðan því 0-3 sigur Barcelona sem hefur titilvörn sína á góðum nótum, en ljóst er að tímabilið gæti orðið langt fyrir leikmenn Mallorca.
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn