Sport

Dagskráin í dag: Sæti í forkeppni Meistaradeildarinnar í boði fyrir Víking

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Víkingur leikur til úrslita um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Víkingur leikur til úrslita um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Alls eru sex beinar útsendingar á dagskrá á sportrásum Stöðvar 2 í dag, en þar ber hæst að nefna hreinan úrslitaleik Víkings og Inter d'Escaldes um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Bein útsending frá leik Víkings og Inter d'Escalda frá Andorra hefst klukkan 19:20 á Stöð 2 Sport. Íslandsmeistarar Víkings gerðu sér lítið fyrir og unnu 6-1 stórsigur gegn Levadia Tallin í undanúrslitum og liðið er því aðeins einum sigri frá sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Þá ætti golfáhugafólk að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í dag því spilað verður frá morgni til kvölds. Við hefjum leik á The Women's Amateur Championship klukkan 07:10 æa Stöð 2 Sport 2 og endum golfdaginn á Travelers Championship á PGA-mótaröðinni klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf. Nánari upplýsingar um golfdagskrá dagsins má finna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.