Þjálfari bjargaði lífi sundkonu eftir að hún féll í yfirlið og sökk til botns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2022 10:31 Anita Alvarez var hætt komin á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Búdapest í gær. getty/Dean Mouhtaropoulos Þjálfari bandarísku sundkonunnar Anitu Alvarez bjargaði henni frá drukknun á heimsmeistaramótinu í fimmtíu metra laug í Búdapest í gær. Eftir að hafa lokið sér af í úrslitum í frjálsum æfingum leið yfir hina 25 ára Alvarez og hún sökk til botns í lauginni. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð. „Anita er í lagi. Læknarnir könnuðu lífsmarkið og allt er í fínu lagi, hjartslátturinn, súrefnismagn, blóðþrýstingurinn og svo framvegis,“ sagði Fuentes. Hún sagðist hafa tekið til sinna ráða því sundlaugarverðirnir hafi ekki verið á tánum. Alvarez var flutt á sjúkrahús eftir að það leið yfir hana.getty/Dean Mouhtaropoulos „Mér leið eins og þetta hefði verið klukkutími. Ég sagði að eitthvað væri ekki í lagi. Ég öskraði á verðina að stökkva ofan í laugina en þeir náðu ekki því sem ég sagði eða skildu það ekki. Hún andaði ekki. Ég brást eins hratt við og ég gat, eins og þetta væru úrslit á Ólympíuleikunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fuentes kemur Alvarez til bjargar. Á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra leið einnig yfir Alvarez og Fuentes þurfti að bjarga henni. Alvarez, sem hefur unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum, fékk 87.6333 í einkunn fyrir æfingar sínar í gær og lenti í 7. sæti. Sund Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Sjá meira
Eftir að hafa lokið sér af í úrslitum í frjálsum æfingum leið yfir hina 25 ára Alvarez og hún sökk til botns í lauginni. Þjálfari hennar, Andrea Fuentes, var fljót að hugsa, stakk sér ofan í laugina fullklædd og bjargaði Alvarez. Hún var í kjölfarið flutt burt á börum. Fuentes greindi seinna frá því að líðan Alvarez væri góð. „Anita er í lagi. Læknarnir könnuðu lífsmarkið og allt er í fínu lagi, hjartslátturinn, súrefnismagn, blóðþrýstingurinn og svo framvegis,“ sagði Fuentes. Hún sagðist hafa tekið til sinna ráða því sundlaugarverðirnir hafi ekki verið á tánum. Alvarez var flutt á sjúkrahús eftir að það leið yfir hana.getty/Dean Mouhtaropoulos „Mér leið eins og þetta hefði verið klukkutími. Ég sagði að eitthvað væri ekki í lagi. Ég öskraði á verðina að stökkva ofan í laugina en þeir náðu ekki því sem ég sagði eða skildu það ekki. Hún andaði ekki. Ég brást eins hratt við og ég gat, eins og þetta væru úrslit á Ólympíuleikunum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fuentes kemur Alvarez til bjargar. Á úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana í fyrra leið einnig yfir Alvarez og Fuentes þurfti að bjarga henni. Alvarez, sem hefur unnið til fernra verðlauna á Ólympíuleikum, fékk 87.6333 í einkunn fyrir æfingar sínar í gær og lenti í 7. sæti.
Sund Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Sjá meira