Anton stórbætti nýja metið og flaug inn í úrslit á HM Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 17:02 Anton Sveinn McKee er annar tveggja fulltrúa Íslands á HM í Búdapest. SSÍ Anton Sveinn McKee bætti Íslandsmet sitt í 200 metra bringusundi í annað sinn í dag og synti sig af krafti inn í úrslit á heimsmeistaramótinu í Búdapest. Anton vann sig upp í 2. sæti í sínum undanúrslitariðli, þeim seinni, þegar leið á sundið og kom að lokum í bakkann á 2:08,74 mínútum. Það reyndist næstbesti tíminn hjá öllum sextán keppendunum í undanúrslitunum og Anton fór því af miklu öryggi áfram í átta manna úrslitin. Anton hafði í undanrásum í morgun synt á 2:09,69 mínútum og bætti því Íslandsmet sitt í greininni í annað sinn í dag, og í þriðja sinn á árinu. Úrslitasundið í 200 metra bringusundi verður á morgun, klukkan 17:28 að íslenskum tíma. Fimmtán og sautján ára heimsmeistarar Summer McIntosh frá Kanada afrekaði það að verða heimsmeistari í 200 metra flugsundi, aðeins 15 ára gömul. Hún synti á 2:05,20 sem er nýtt heimsmet ungmenna. Kylie Masse, einnig frá Kanada, varð heimsmeistari í 50 metra baksundi á 27,31 sekúndum. Rúmeninn David Popovici varð svo heimsmeistari í 100 metra skriðsundi, aðeins 17 ára gamall. Hann er annar sundmaðurinn í sögunni til að verða heimsmeistari í þessari vinsælu grein fyrir 18 ára afmælisdaginn, á eftir Andy Coan sem afrekaði það árið 1975. Popovici synti í dag á 47,58 sekúndum og var 6/100 úr sekúndu á undan næsta manni, Frakkanum Maxime Grousset. Sund Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira
Anton vann sig upp í 2. sæti í sínum undanúrslitariðli, þeim seinni, þegar leið á sundið og kom að lokum í bakkann á 2:08,74 mínútum. Það reyndist næstbesti tíminn hjá öllum sextán keppendunum í undanúrslitunum og Anton fór því af miklu öryggi áfram í átta manna úrslitin. Anton hafði í undanrásum í morgun synt á 2:09,69 mínútum og bætti því Íslandsmet sitt í greininni í annað sinn í dag, og í þriðja sinn á árinu. Úrslitasundið í 200 metra bringusundi verður á morgun, klukkan 17:28 að íslenskum tíma. Fimmtán og sautján ára heimsmeistarar Summer McIntosh frá Kanada afrekaði það að verða heimsmeistari í 200 metra flugsundi, aðeins 15 ára gömul. Hún synti á 2:05,20 sem er nýtt heimsmet ungmenna. Kylie Masse, einnig frá Kanada, varð heimsmeistari í 50 metra baksundi á 27,31 sekúndum. Rúmeninn David Popovici varð svo heimsmeistari í 100 metra skriðsundi, aðeins 17 ára gamall. Hann er annar sundmaðurinn í sögunni til að verða heimsmeistari í þessari vinsælu grein fyrir 18 ára afmælisdaginn, á eftir Andy Coan sem afrekaði það árið 1975. Popovici synti í dag á 47,58 sekúndum og var 6/100 úr sekúndu á undan næsta manni, Frakkanum Maxime Grousset.
Sund Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sjá meira