Lífið samstarf

Eva Ruza hafði engar væntingar um hæfi­leika Helga

Nettó
Það er ekki nema ár síðan Helgi hóf vegferð sína í eldhúsinu en þá kunni hann ekkert að elda.
Það er ekki nema ár síðan Helgi hóf vegferð sína í eldhúsinu en þá kunni hann ekkert að elda.

Það var Instagram-stjarnan Eva Ruza sem mætti í þriðja þáttinn af Get ég eldað?

Eva var ekki með miklar væntingar til eldamennskunnar enda ekki nema ár síðan Helgi byrjaði að elda. Eftir nokkurn darraðadans í búðinni náði Helgi að galdra fram lambaprime með sætum kartöflum og salati. Eftir að hafa náð að heilla Evu með lambinu - náði Helgi þó næstum að eyðileggja ánægjuna af máltíðinni þegar sósan fór að fljúga undir lokin.

Klippa: Get ég eldað? Eva Ruza fékk lamba Prime að borða hjá Helga

Uppskriftin að lambinu:

  • Lambaprime - sett á pönnu í tvær mínútur hvora hlið til að loka - og svo 20 mínútur í ofni á 180 gráður.
  • Sætar kartöflur skornar í sneiðar með ólífuolíu og kryddi - Sett í ofn í 25 mínútur.
  • Salat með papriku, gúrku, gulrótum, döðlum og salatblöndu frá Til Hamingju.
  • Sósa brædd með hálfum piparosti og 200 ml. af rjóma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×