Lífið

Lenti í rann­sókn lög­reglu fyrir klúran brandara

Árni Sæberg skrifar
Joe Lycett hefur sagt ófáa klúra brandara í gegnum tíðina.
Joe Lycett hefur sagt ófáa klúra brandara í gegnum tíðina. Ian West/Getty Images

Breski uppistandarinn Joe Lycett lenti í því á dögunum að áhorfandi á sýningu hjá honum hringdi á lögregluna eftir að Lycett sagði óviðurkvæmilegan brandara.

Lögreglan tók kvörtun áhorfandans alvarlega og rannsakaði málið. Að sögn Lycetts var lögreglan mjög almennileg en hann greindi frá reynslu sinni á Instagram í gær.

Ekki liggur fyrir hver brandarinn sem Lycett sagði var nákvæmlega, enda ætlar hann að segja hann áfram í uppistandssýningu sinni, en miðað við Instagram-færsluna virðist hann hafa innihaldið orðin „risastór asnalimur.“ Lycett segir stoltur frá því að brandarinn sé einn sá allra besti sem hann hefur samið.

Hann segist ælta að halda uppistandsferðalagi sínu áfram fram í september, verði hann ekki handtekinn. Það verður að teljast ólíklegt þar sem lögregla hefur lokið rannsókn sinni og eftirmálar verða engir.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.