Salka Valsdóttir hefur starfað við tónlist á Íslandi frá því árið 2013 og komið víða að í tónlistarheiminum. Hún er sem dæmi meðlimur hljómsveitanna Reykjavíkurdætur og Cyber og hefur unnið til verðlauna á borð við Íslensku Tónlistarverðlaunin og nú síðast hlaut hún Grímuna fyrir gerð hljóðmyndar í sýningunni Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu.
Tónlistarmyndbandið er unnið í samstarfi við Blair Alexander Massie og Katrínu Helgu Andrésdóttur.