Sport

Real Madrid spænskur meistari í körfuknattleik

Árni Jóhannsson skrifar
Leikmenn Real Madrid fögnuðu titlinum vel og innilega
Leikmenn Real Madrid fögnuðu titlinum vel og innilega GETTY iMAGES

Real Madrid er Spánarmeistari í körfuknattleik eftir að hafa lagt Barcelon 3-1 í einvíginu um titilinn. Real lagði Börsunga 81-74 í dag á heimavelli og hefndi þar með fyrir einvígið í fyrra.

Madrídingar byrjuðu betur og byrjuðu á því að skora fyrstu sjö stig leiksins en Börsungar virkuðu ekki tengdir í byrjun leiks og tók það þá þrjár mínútur að skora sín fyrstu stig. Börsungar áttu í brasi sóknarlega á móti sterkum varnarleik og fundu sig 14 stigum undir í öðrum leikhluta en unnu sig til baka og voru ekki nema einu stigi á eftir Madrid í hálfleik 34-33. 

Leikurinn var svo í miklu jafnvægi allan seinni hálfleikinn. Staðan var 57-56 eftir þriðja leikhluta og virtist allt stefna í æsispennandi lokafjórðungu. Madridíngar slökktu þá glóð með 10-3 spretti í lokaleikhlutanum og héldu Börsungum sjö stigum fyrir aftan sig allt til loka leiksins og fögnuðu sínum 36. meistaratitli. 

Walter Tavares var valinn bestur í úrslitakeppninniGETTY iMAGES

Langbestur var Walter Tavares en hann skoraði 25 stig, tók 13 ráköst og endaði með 41 framlagsstig og var réttilega valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnnar. Tavares skoraði 13,2 stig að meðaltali í leik, tók 6,2 fráköst og var með 20 framlagspunkta að meðaltali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×