Þórdís um vandræðalegasta stefnumótið: „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. júní 2022 12:30 Leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var fengin til að svara heldur óþægilegum spurningum í viðtalsliðnum Hitasætið í þættinum Veislan á FM957. aðsend „Ég er strax byrjuð að svitna á efri vörinni,“ segir leikkonan Þórdís Björk í byrjun viðtalsliðsins Hitasætið í Veislunni með Gústa B. í Hitasætinu var leikkonan var spurð spjörunum úr um helst til vandræðaleg málefni og var fyrsta spurningin um vandræðalegasta stefnumótið. Spúði eins og dreki á vandræðalegu stefnumóti „Ég hef eiginlega ekki verið að deita neitt mikið ég hef eiginlega alltaf verið í sambandi,“ segir Þórdís en í dag er hún trúlofuð tónlistarmanninum Júlí Heiðari Halldórssyni. Þórdís segist þó muna eftir stefnumóti sem hún fór eitt sinn á sem reyndist taka full mikið á taugarnar. Stefnumótið hafi verið mjög vandræðalegt og það hafi nær alfarið verið hennar sök. Ég var búin að vera eitthvað skrítin í maganum og ég fæ gubbupest á veitingastaðnum. Þannig að ég fer inn á klósett og byrja bara að spúa eins og dreki. Þorði ekki heim af stefnumótinu Þórdís segist hafa verið á þessum tíma frekar skotin í stráknum og því hvorki þorað né viljað fara heim af stefnumótinu þrátt fyrir að hafa verið orðin frekar veik. „Ég var bara í einhverju kvíðakasti, að fá mér vatn, skvetta framan í mig vatni og svitna alls staðar. Hann var svo bara að reyna að halda utan um mig.“ „Bíddu var hann með þér inni á klósetti?“ spyr Gústi. Nei, þegar ég kom fram til að halda áfram að reyna að borða.... þessa átta rétta máltíð sem hann var að splæsa á mig! Þórdís gerir svo grín af sjálfri sér hvernig hún hafi reynt að komast undan faðmlögunum og verið að hoppa á klósettið í sífellu. „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Þolir ekki smjatt Einnig var Þórdís spurð út í hvað það er lætur hana finna fyrir klígju og svaraði hún því að það væri ótal margt sem gerði það en smjatt væri þar ofarlega á lista. Oh my god, Júlí kærastinn minn smjattar og ég held reyndar að ég geri það líka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn Veislan í heild sinni. FM957 Ástin og lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
í Hitasætinu var leikkonan var spurð spjörunum úr um helst til vandræðaleg málefni og var fyrsta spurningin um vandræðalegasta stefnumótið. Spúði eins og dreki á vandræðalegu stefnumóti „Ég hef eiginlega ekki verið að deita neitt mikið ég hef eiginlega alltaf verið í sambandi,“ segir Þórdís en í dag er hún trúlofuð tónlistarmanninum Júlí Heiðari Halldórssyni. Þórdís segist þó muna eftir stefnumóti sem hún fór eitt sinn á sem reyndist taka full mikið á taugarnar. Stefnumótið hafi verið mjög vandræðalegt og það hafi nær alfarið verið hennar sök. Ég var búin að vera eitthvað skrítin í maganum og ég fæ gubbupest á veitingastaðnum. Þannig að ég fer inn á klósett og byrja bara að spúa eins og dreki. Þorði ekki heim af stefnumótinu Þórdís segist hafa verið á þessum tíma frekar skotin í stráknum og því hvorki þorað né viljað fara heim af stefnumótinu þrátt fyrir að hafa verið orðin frekar veik. „Ég var bara í einhverju kvíðakasti, að fá mér vatn, skvetta framan í mig vatni og svitna alls staðar. Hann var svo bara að reyna að halda utan um mig.“ „Bíddu var hann með þér inni á klósetti?“ spyr Gústi. Nei, þegar ég kom fram til að halda áfram að reyna að borða.... þessa átta rétta máltíð sem hann var að splæsa á mig! Þórdís gerir svo grín af sjálfri sér hvernig hún hafi reynt að komast undan faðmlögunum og verið að hoppa á klósettið í sífellu. „Ég hugsaði bara, ekki fokking snerta mig!“ Þolir ekki smjatt Einnig var Þórdís spurð út í hvað það er lætur hana finna fyrir klígju og svaraði hún því að það væri ótal margt sem gerði það en smjatt væri þar ofarlega á lista. Oh my god, Júlí kærastinn minn smjattar og ég held reyndar að ég geri það líka. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þáttinn Veislan í heild sinni.
FM957 Ástin og lífið Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira