Lífið

Vilhjálmur og Katrín flytja úr höll í „lítil­fjör­legt“ hús

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vilhjálmur bretaprins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, uppstríluð á orðuvetingu við Windsor-kastala.
Vilhjálmur bretaprins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, uppstríluð á orðuvetingu við Windsor-kastala. Chris Jackson/Getty

Vilhjálmur Prins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, hafa ákveðið hvert þau hyggjast flytja næst. Þau ætla að flytja frá Kensington höll inn í „lítilfjörlegt“ fjögurra svefnherbergja hús á Windsor-landareigninni til að vera nær drottningunni og tryggja börnum sínum góða skólagöngu.

Flutningurinn kemur í kjölfar margra mánuða vangaveltna um hvert fjölskyldan hyggðist flytja. Samkvæmt breskum miðlum segja heimildarmenn innan fjölskyldunnar að hjónin hafi valið staðsetninguna til að vera nær Elísabetu Bretadrottningu og tryggja að börn þeirra kæmust í góðan skóla.

Húsið er staðsett á hinni feiknarstóru Windsor-landareign konungsfjölskyldunnar og er stutt frá Sankti Georgs kapellu og Windsor-kastala. Samkvæmt heimildum The Sun lögðu hjónin mikla áherslu á að nýja heimilið væri ekki of skrautlegt né að það krefðist mikilla viðgerða. Þá mun þjónustufólk ekki búa á heimilinu eins og tíðkast gjarnan hjá konungsfjölskyldunni.

Þess er vænt að börnin þrjú, Georg, Karlotta og Louis, verði tekin úr færð úr einkaskólanum sem þau stunda nám við í Battersea og byrji í skóla í nárgenninu þegar næsta námsönn hefst í september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×