Lífið

Philip Baker Hall er látinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Philip Baker Hall
Philip Baker Hall getty

Leikarinn Philip Baker Hall er látinn, 90 ára að aldri. Frá þessu var greint í dag og dánarorsök ekki getið en vitað er að leikarinn glímdi við lungnaþembu.

Hall átti farsælan feril í Hollywood og lék í um 185 kvikmyndum og þáttaröðum samkvæmt vef IMDb. Hann er einna þekktastur fyri rhlutverk sín í kvikmyndum á borð við Boogie Nights frá árinu 1997 og Magnolia frá árinu 1999. Þá var Hall minnistæður senuþjófur í Seinfeld þar sem hann lék bókasafnsvörðinn Bookman.

Margir hafa minnst Hall á samfélagsmiðlum í dag. "Philip fékk mig til að hlægja meira en nokkur annar leikari sem ég vann með"  er haft eftir Larry David í grein Independent.

Hall skilur eftir sig eiginkonu, Holly Wolfle, og tvær dætur, þær Adella og Ann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×