Sport

Tapaði tveimur úrslitaleikjum á jafnmörgum dögum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gauff og Pegula með silfurverðlaunin eftir tap dagsins á Roland Garros-vellinum í París.
Gauff og Pegula með silfurverðlaunin eftir tap dagsins á Roland Garros-vellinum í París. Adam Pretty/Getty Images

Bandaríska tenniskonan Coco Gauff leitar enn síns fyrsta titils á risamóti en komst nálægt því um helgina. Þar tapaði hún í úrslitum í bæði einliðaleik og tvíliðaleik.

Gauff þurfti að lúta í gras fyrir hinni pólsku Igu Swiatek í úrslitum í einliðaleik í gær. Swiatek er efst á heimslistanum og hefur unnið 35 leiki í röð og fagnað sigri á síðustu sex mótum þar sem hún hefur verið á meðal keppenda.

Eftir tapið fyrir Swiatek í gær var Gauff aftur mætt til leiks í úrslitum í dag. Þar tapaði hún ásamt löndu sinni Jessicu Pegula, 2-6, 6-3 og 6-2 fyrir þeim Carolinu Garcia og Kristinu Mladenovic, sem hlutu gullið.

Gauff er aðeins 18 ára gömul og var að komast í úrslit á risamóti í fyrsta sinn í einliðaleik. Hún tapaði í úrslitum í tvíliðaleik á Opna bandaríska í fyrra.


Tengdar fréttir

Swiatek vann Opna franska meistaramótið

Pólska tenniskonan Iga Swiatek vann Opna franska meistaramótið nú fyrir skömmu eftir að hún bara sigurorð af hinni ungu Coco Gauff frá Bandaríkjunum.

Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar

Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×