„Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Þráinn ákvað einn daginn að gerast atvinnuljósmyndari. Þráinn Kolbeinsson, er einn vinsælasti ævintýraljósmyndari landsins. Hann flakkar um landið og fangar fegurð þess á sinn einstaka hátt. Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
Hann er sömuleiðis vinsæll á Instagram og er duglegur að gefa af sér þar, bæði að kenna fólki að vinna myndirnar sínar og sýna frá sínum störfum. En Þráinn ætlaði sér þó aðra hluti en hann byrjaði að glíma í bardagafélaginu Mjölni, þar sem hann ætlaði sér stóra hluti. Rætt var við Þráinn í Íslandi í dag. „Í tíu ár gerði ég í rauninni ekkert annað en að glíma og þetta var það sem ég ætlaði að gera. Svo byrjar maður að eldast og er orðinn 27 ára og byrjaður að vera aumur í hnjánum. Þá fór að læðast að manni sá grunur að maður gæti kannski ekki verið að gera þetta þangað til maður væri orðinn 75 ára,“ segir Þráinn sem skráði sig því næst í sálfræði í Háskóla Íslands og eftir að hann útskrifaðist þar hóf hann störf hjá Teigi, fíknideild landsspítalans, en hann fann sig samt ekki alveg á spítalanum. Ekki eftur snúið „Eftir ár þá fann ég að þetta var kannski ekki alveg fyrir mig. Á Teygi sem er deildin sem ég var að vinna hjá var ég að vinna með manni sem er mikill ljósmyndunaráhugamaður og hann var alltaf að sýna mér einhverjar linsur og annað sem ég hafði ekkert mikið vit á. Þetta endaði þannig að hann sannfærði mig um að kaupa myndavél.“ Og þá, var ekki aftur snúið, Þráinn var kominn með myndavél og fer að fikta enn meira í ljósmyndun, bæði ljósmyndaparturinn sjálfur og eftirvinnslan heillaði hann upp úr skónum. „Á þessum tímapunkti hafði ég ekki hugmynd um að ég gæti lifað á ljósmyndun. Ég hætti á Landspítala og fer að vinna á lítilli einkastofu, litlu kvíðameðferðastofunni með börnum og unglingum til að prófa það líka. Svo eftir ár þar var í raun sama sagan. Þá hætti ég og fór á fullt í ljósmyndun,“ segir Þráinn sem var þarna nýfluttur til Grindavíkur og ræddi hann við markaðsstofu Reykjaness og fékk hann stórt verkefni þar. Hann leyfir sínum fylgjendum á Instagram að fylgjast vel með því hvernig hann vinnur myndirnar í eftirvinnslu. Þráinn er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, þar sem hann var á heldur óvenjulegu ferðalagi, en hann fór að hitta og ferðast með einum stærsta ævintýraljósmyndara heims, Chris Burkard. Í sumar fara þeir tveir saman í ferðalag með fram strandlengju Íslands á um 500 kílómetra kafla og ferðast þeir á hjólum og uppblásnum hjólum. Undirbúningur fyrir ferðina í sumar fór fram í Colorado í Bandaríkjunum en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Ljósmyndun Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira