Fótbolti

Hilmir Rafn þreytti frumraun sína í lokaumferðinni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Venezia kveður Serie A eftir eins árs veru.
Venezia kveður Serie A eftir eins árs veru. EPA-EFE/ALESSIO MARINI

Íslendingalið Venezia kveður nú ítölsku úrvalsdeildina eftir eins árs veru en 19 ára Íslendingur fékk tækifæri í lokaleik liðsins í kvöld.

Hilmir Rafn Mikaelsson er einn fjölmargra Íslendinga sem eru á mála hjá Venezia og hann var í leikmannahópi liðsins gegn Cagliari í kvöld en hinn nítján ára gamli Jakob Franz Pálsson var einnig í leikmannahópi Venezia.

Hilmir Rafn kom inn af bekknum á 73.mínútu en leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Venezia var fallið þegar kom að lokaumferðinni en Cagliari þurfti sigur til að bjarga sér frá falli.

Úrslit kvöldsins þýða að Salernitana, sem tapaði 0-4 fyrir Udinese, heldur sæti sínu í deildinni en liðið er með einu stigi meira en Cagliari.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.