Lífið

Nýr Friðrik kominn í fjölskylduna

Eiður Þór Árnason skrifar
Fjölskyldan á góðri stundu áður en Friðrik komi í heiminn. 
Fjölskyldan á góðri stundu áður en Friðrik komi í heiminn.  Instagram/@jonjonssonmusic

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir eignuðust sitt fjórða barn á dögunum en fyrir áttu þau einn son og tvær dætur.

Drengurinn fæddist þann 3. maí og hefur hlotið nafnið Friðrik Nói Jónsson og farnast fjölskyldunni vel ef marka má nýja Instagram-færslu Jóns. Bróðir Jóns er Friðrik Dór Jónsson sem er sömuleiðis einn þekktasti tónlistarmaður landsins.

Þar skrifar hann að systkinin Sigríður Sól, Jón Tryggvi og Mjöll séu afskaplega ánægð með nýjustu viðbótina í fjölskylduna.

Jón greindi frá því á jóladag að von væri á fjórða barninu á heimilið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.