Fótbolti

Haukar og FH í 16-liða úrslit eftir stórsigra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH vann afar sannfærandi sigur gegn ÍH í kvöld.
FH vann afar sannfærandi sigur gegn ÍH í kvöld. Vísir/Anton

Haukar og FH tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna með sitthvorum stórsigrinum í kvöld.

Haukar unnu öruggan 4-1 útisigur er liðið heimsótti Augnablik. Tvö mörk frá Keri Michelle Birkenhead og eitt frá Þóreyju Björk Eyþórsdóttur sáu til þess að staðan var orðin 3-0 eftir aðeins 15 mínútna leik áður en Rakel Leósdóttir breytti stöðunni í 4-0 fyrir hálfleik.

Sveindís Ósk Unnarsdóttir lagaði stöðuna lítillega fyrir Augnablik af vítapunktinum þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en Maria Fernanda Contreras Munoz gulltryggði 5-1 sigur gestanna með marki á 83. mínútu.

Í hinum leik kvöldsins vann FH afar sannfærandi 6-0 útisigur í Hafnarfjarðarslag gegn ÍH.

Fréttin verður uppfærð með markaskorurum þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Haukar og FH eru því á leið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins þar sem Haukar heimsækja Þór/KA og FH tekur á móti Stjörnunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.