Fagna sigrinum á Íslandi: „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari“ Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 00:24 Anna Velychenko og Anzhela Bilenko telja að þetta sé einungis upphafið að sigurgöngu Úkraínu. Vísir Úkraínskar konur sem komu til Íslands til að flýja stríðsástandið í heimalandinu eru afar stoltar af sigri Úkraínu í Eurovision. Fjöldi Úkraínumanna kom saman ásamt meðlimum í Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á Kex Hostel til að fylgjast með keppninni í kvöld. Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“ Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Anna Velychenko og Anzhela Bilenko segjast sömuleiðis vera afar ánægðar með að vera staddar hér á landi og finna fyrir góðum stuðningi Íslendinga og annarra þjóða. Margir áttu von á því að Úkraína myndi hreppa glerbikarinn í ár og spáðu helstu veðbankar hljómsveitinni Kalush Orchestra auðveldum sigri. Svo fór og fengu Úkraínumenn alls 631 stig og voru með öruggt forskot á Breta sem lentu í öðru sæti með 466 stig. Anzhela segist hafa reiknað fastlega með sigri Úkraínu. Úkraínumenn vilji þó enn frekar fagna öðrum sigri, það er sigri Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. „Við erum svo stolt af því að fólk hafi hlustað á okkur og sýnt okkur stuðning. Þau vita að þetta er einungis hluti af því sem við þráum. Allir vita um það sem er í gangi í Úkraínu og það er mikilvægt að fólk láti sig það varða.“ Vissar um að annar sigur bíði Úkraínumanna Anna segir að þetta sé klárlega tilfinningaþrungin stund fyrir Úkraínumenn. „Ég er viss um að Úkraína verði tvöfaldur sigurvegari á þessu ári,“ og vísar þá til þess að þjóð hennar eigi eftir að brjóta innrás Rússa á bak aftur. Anna og Anzhela eru miklir aðdáendur sigurlagsins sem þær segja að fjalli um móður Oleh Psiuk, söngvara Kalush Orchestra og annars höfunda lagsins. Í samhengi núverandi atburða beri þó túlka móðurina sem heimalandið Úkraínu. Ástandið sé mjög erfitt í landinu en þær bindi vonir við að stríðið muni brátt taka enda og þjóðin nái sér fljótt aftur á strik. „Einn daginn munum við ná landinu aftur og allt verður aftur í lagi. Ný blóm, nýtt fólk og allt verður í lagi,“ segir Anzhela. Anzhela hefur nú verið hér á landi í þrjár vikur en hún hafði komið nokkrum sinnum áður til Íslands áður en stríðið hófst. Anna er hér í fyrsta skipti og hefur verið á Íslandi í um tvo mánuði. „Mér líkar mjög vel við fólkið og hvernig það styður okkur. Við kunnum að meta það.“
Eurovision Úkraína Tengdar fréttir Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Sjá meira
Úkraína er sigurvegari Eurovision 2022 Nú liggur fyrir hver hlaut glerstyttuna eftirsóttu í Eurovision þetta árið. Veðbankarnir höfðu rétt fyrir sér og Úkraína sigraði Eurovision. 14. maí 2022 23:01