Lífið

Aron mola segist hafa séð drauga

Elísabet Hanna skrifar
Aron Már Ólafsson heldur því fram að hann hafi séð drauga.
Aron Már Ólafsson heldur því fram að hann hafi séð drauga. Vísir/Skjáskot

Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem aronmola, heldur því fram að hann hafi séð drauga margoft í hlaðvarpsþættinum Ólafssynir sem hann heldur úti ásamt Arnari Þór Ólafssyni.

Það var líf og fjör hjá vinunum í nýjasta þættinum af Ólafssynir en þátturinn tók hraða u-beygju þegar Aron minntist á trú sína á draugum í upphafi þáttar. Hann vildi meina að hann hafi séð drauga margoft og í kjölfarið fylgdu sögur og umræður um tilvist drauga sem vinirnir eru ekki sammála um. 

Hann rifjar upp ýmis atvik í þættinum sem áttu sér stað í æsku þar sem hann sá manneskjur sem aðrir sáu ekki og samkvæmt honum þurfti móðir hans til dæmis einu sinni að taka hann út af veitingastað því hann sagðist sjá „vonda kallinn“ en síðar kom í ljós að manneskja hafði látið lífið þar. Einnig segir hann föður sinn vera skyggn.

Sá lítinn strák

Aron Már rifjar upp atvik frá unglingsárunum þar sem hann kallaði skelkaður á föður sinn eftir að hafa séð lítinn dreng hlaupa framhjá sér þar sem hann var staddur í kjallara heimilisins og sagði við föður sinn:

„Ég var að sjá bara lítinn strák hérna hlaupa framhjá, rauðhærðan strák og hann sagði „já strákurinn,“ þá var það bara strákur sem að dó þarna einhverntíman,“

sagði hann um samskipti sín við föður sinn sem sagðist svo einnig hafa séð og spjallað við meinta drauginn. Arnar virðist aftur á móti vera mikill efasemdamaður þegar kemur að yfirnáttúrulegum öflum.

Hér að neðan má heyra brot úr þættinum:

Klippa: Aronmola segist hafa séð drauga

Tengdar fréttir

Aron Mola og Arnar Þór eru Ólafssynir í Undralandi

Vinirnir Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron mola og Arnar Þór Ólafsson eru farnir af stað með glænýtt hlaðvarp sem ber heitið Ólafssynir í Undralandi. Þátturinn snýst um umræður, grín og glens þeirra á milli ásamt skemmtilegum föstum liðum.

Aron og Hildur efna til giskkeppni um nafn sonarins

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, og kærastan hans og sálfræðingurinn Hildur Skúldóttir efndu til giskkeppni á Instagram í dag í tilefni þess að yngri sonur þeirra var skírður. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.