Tónlist

Aldrei öskrað jafn hátt á ævinni

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Júrógarðurinn stóð vaktina í blaðamannahöllinni í gær.
Júrógarðurinn stóð vaktina í blaðamannahöllinni í gær. Vísir/Dóra Júlía

Júrógarðurinn var á vaktinni í blaðamannahöllinni í Tórínó í allan gærdag.

Langur vinnudagur en ótrúleg gleði og hamingja. Ekki skemmdi fyrir að bæði byrja og enda daginn á því að taka viðtal við Systur. Þegar Ísland var tilkynnt inn í úrslitin slógum við persónulegt öskurmet sem vakti athygli allra inn í blaðamannahöllinni og enduðum við því í viðtali hjá erlendri sjónvarpsstöð. 

Við fórum yfir allt það helsta frá deginum í nýjasta þætti Júrógarðsins sem má finna í spilaranum hér fyrir neðan. 

Við enduðum daginn svo á að taka við tal við systkinin Eyþór, Elínu, Betu og Siggu fyrir utan keppnishöllina áður en þau fóru í rútu upp á hótelið sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Hvetja foreldra til að elska börnin sín skilyrðislaust

Systurnar Elín, Beta og Sigga Eyþórsdætur stóðu sig með mikilli prýði á blaðamannafundinum eftir keppnina. Hvert atriði sem komst áfram fékk tvær spurningar og svöruðu stelpurnar af miklu öryggi og yfirvegun.

Þetta segja erlendir blaðamenn um íslenska atriðið í ár

Íslenska atriðið er komið upp í tólfta sæti í veðbönkum en aðeins tíu lönd komast upp úr fyrra undankvöldinu. Við tókum púlsinn á erlendum blaðamönnum í höllinni og fengum að heyra hvað þeim finnst um lagið Með hækkandi sól. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×