Tónlist

Tæknivandamál á æfingu fyrir seinna undankvöldið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Rúmenía keppir annað kvöld.
Rúmenía keppir annað kvöld. EBU

Löndin sem keppa á seinna undankvöldi Eurovision annað kvöld æfa nú í höllinni. Þetta er síðasta æfing keppenda fyrir dómararennslið í kvöld en eins og fram hefur komið er það einstaklega mikilvægt. 

Nauðsynlegt var að gera nokkurra mínútna hlé á æfingunni vegna tæknivandamála. Alessandro Cattelan einn af þremur kynnum Eurovision í ár kom fram á sviðið og tilkynnti blaðamönnum í áhorfendasalnum að einhverjar útvarpsbylgjur væru að trufla tíðnina og það væri að eyðileggja hljóðið fyrir keppendur. 

Æfingin er nú að hefjast á ný og atriði Rúmeníu hafið aftur. Pólland fær líka að æfa atriði sitt aftur á sviðinu, enn er óljóst hvort fleiri fái að endurtaka æfingu dagsins. Allt virðist eðlilegt núna en ekki er ljóst hvort þetta verður allt örugglega komið í lag fyrir rennslið fyrir dómnefndirnar í kvöld. 

Tæknivandamál höfðu áhrif á æfingu íslenska hópsins í fyrradag og í viðtali við Júrógarðinn sögðu systur að þetta væri „martröð“ fyrir tónlistarfólks, að heyra ekki í tónlistinni.  Hugsanlega er um sama tæknivandamál að ræða í þetta skipti.

Strangar reglur eru um búnað blaðamanna á svæðinu. Þráðlausir hljóðnemar geta haft áhrif og því eru fjölmiðlar látnir sýna búnaðinn á leið inn á keppnissvæðið. 

Viðtalið við Systur um tæknivandræðin sem þau lentu í má sjá hér fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má svo sjá viðbrögð systkinana fyrir utan keppnishöllina í nótt eftir að ljóst var að þau væru komin í úrslit Eurovision.

Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum

Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. 


Tengdar fréttir

Ís­landi spáð 23. sæti á úr­slita­kvöldinu

Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×