Oddvitaáskorunin: Hélt hann myndi deyja í selveiði í Fljótavík Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2022 09:00 Á göngu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Jóhann Birgir Helgason leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhann Birkir Helgason, kallaður Bikki af því fólki sem ég ólst upp með en Jói af fólki sem ég vann með sem ungur drengur. Ég geng því undir þremur nöfnum og svara þeim öllum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði en flutti til Hnífsdals eftir nám og er því dalapúki. Ég er giftur Gabríelu Aðalbjörnsdóttur, hún starfar hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum á umboðsskrifstofu sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar. Saman eigum við þrjú börn og einn hund. Ég er menntaður byggingatæknifræðingur og starfa sem útibústjóri verkfræðistofunnar Verkís á Ísafirði sem mér finnst vera albesti vinnustaðurinn. Áður starfaði ég sem sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Ísafjarðarbæjar. Fjölskyldan. Ég á stóra fjölskyldu, er yngstur sex systkina, við erum fimm bræður og ein systir. Það hefur vafalaust oft verið erfitt hjá henni einni í þessum strákahópnum. Ég byrjaði tíu ára púki að vinna við smíðar hjá afa og bróðir mínum og vann við það öll sumur og lærði svo smíðar í Iðnskólanum á Ísafirði. Á 21 árs afmælinu mínu kynntist ég ástinni minni og hef búið með henni sl. 30 ár, fyrst í Reykjavík á námsárunum og svo í Hnífsdal. Ég varð fimmtíu ára síðasta sumar sem eru ákveðin tímamót og því var ágætt að taka nýtti áskorun og skella sér út í pólitík. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Til viðbótar við Hnífsdal mætti segja að ganga um Uxatindagljúfur, það er ótrúlega fallegt og gaman. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Gangstéttar sem ekki er hægt að fara um með hjólastóla og barnavagna. Hnífsdalur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hafa bílskúrinn hreinan. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var sektaður fyrir að aka ljóslaus, 17 ára gamall. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, sveppir, döðlur og rjómaostur. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli ég nefni ekki bara best of Pink Floyd eða bara Dark side of the moon með Pink Floyd í heilu lagi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Fyrir covid voru það 50, ætli þær séu ekki 30 í dag. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Þú ert ´d´rekinn. Hvað er þitt draumafríi? Gönguferð með konunni minni um Ítalíu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Sá íslenski er Þröstur Jóhannesson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Skrýtnast á sem ég hef gert er líklega þegar bróðir minn og vinur tóku mig með sér þegar ég var 16 ára að veiða úthafssel í Fljótavík. Ég var með svo flotta lausn að hafa kanó með í för til að sækja selinn út á sjó þegar búið væri að skjóta hann. Ég hélt að ég væri að kveðja þennan heim þá. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ætli það væri ekki bara hann Auddi (Auðunn Blöndal). Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Úff erfitt að velja en Forrest Gump vel ég, vegna boðskapar. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? 101 Reykjavík. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) You Should Be Dancing með Bee Gees. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Jóhann Birgir Helgason leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Jóhann Birkir Helgason, kallaður Bikki af því fólki sem ég ólst upp með en Jói af fólki sem ég vann með sem ungur drengur. Ég geng því undir þremur nöfnum og svara þeim öllum. Ég er fæddur og uppalinn á Ísafirði en flutti til Hnífsdals eftir nám og er því dalapúki. Ég er giftur Gabríelu Aðalbjörnsdóttur, hún starfar hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum á umboðsskrifstofu sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnunar. Saman eigum við þrjú börn og einn hund. Ég er menntaður byggingatæknifræðingur og starfa sem útibústjóri verkfræðistofunnar Verkís á Ísafirði sem mér finnst vera albesti vinnustaðurinn. Áður starfaði ég sem sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Ísafjarðarbæjar. Fjölskyldan. Ég á stóra fjölskyldu, er yngstur sex systkina, við erum fimm bræður og ein systir. Það hefur vafalaust oft verið erfitt hjá henni einni í þessum strákahópnum. Ég byrjaði tíu ára púki að vinna við smíðar hjá afa og bróðir mínum og vann við það öll sumur og lærði svo smíðar í Iðnskólanum á Ísafirði. Á 21 árs afmælinu mínu kynntist ég ástinni minni og hef búið með henni sl. 30 ár, fyrst í Reykjavík á námsárunum og svo í Hnífsdal. Ég varð fimmtíu ára síðasta sumar sem eru ákveðin tímamót og því var ágætt að taka nýtti áskorun og skella sér út í pólitík. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Til viðbótar við Hnífsdal mætti segja að ganga um Uxatindagljúfur, það er ótrúlega fallegt og gaman. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Gangstéttar sem ekki er hægt að fara um með hjólastóla og barnavagna. Hnífsdalur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Hafa bílskúrinn hreinan. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var sektaður fyrir að aka ljóslaus, 17 ára gamall. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, sveppir, döðlur og rjómaostur. Hvaða lag peppar þig mest? Ætli ég nefni ekki bara best of Pink Floyd eða bara Dark side of the moon með Pink Floyd í heilu lagi. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Fyrir covid voru það 50, ætli þær séu ekki 30 í dag. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Þú ert ´d´rekinn. Hvað er þitt draumafríi? Gönguferð með konunni minni um Ítalíu. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020. Uppáhalds tónlistarmaður? Sá íslenski er Þröstur Jóhannesson. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Skrýtnast á sem ég hef gert er líklega þegar bróðir minn og vinur tóku mig með sér þegar ég var 16 ára að veiða úthafssel í Fljótavík. Ég var með svo flotta lausn að hafa kanó með í för til að sækja selinn út á sjó þegar búið væri að skjóta hann. Ég hélt að ég væri að kveðja þennan heim þá. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Ætli það væri ekki bara hann Auddi (Auðunn Blöndal). Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Úff erfitt að velja en Forrest Gump vel ég, vegna boðskapar. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? 101 Reykjavík. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) You Should Be Dancing með Bee Gees.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira