Tíska og hönnun

Hönnunargleði á Hafnartorgi

Helgi Ómarsson skrifar
Gleði á Hafnartorgi
Gleði á Hafnartorgi Helgi Ómars

Hafnartorgið iðaði af gleði með hönnunarvörum, list og arkitektúr. Þar má finna ýmsar sýningar og bíður Hafnartorgið uppá að slá nokkrar listaflugur í einu höggi. Svo er að sjálfssögðu hægt að bræða úr debitkortinu sínu í fallegu verslunum en það er kannski annað mál. 

Þegar við börðum Hafnartorgið fyrst augun þegar steypuklumpanir voru settir saman og Kolaports bílstæðið hvarf, hvíl í friði, þá vorum við eflaust mörg skeptísk. 

En Hafnartorgið hefur tekist að stimpla sig inní íslenska miðbæinn ótrúlega fallega, með lifandi sýningarrýmum, gullfallegum búðum og matvörustöðum. Jú og fullt af tilvöldnum bakrunnum fyrir Instagram.

Maður fann það núna á HönnunarMars, Hafnartorgið er geggjað. Stemningin á fyrsta degi HönnunarMars var æði. Fólk brosti sérstaklega mikið. 

Aðdráttarafl sýningarinnar FÓLK leyndi sér ekki, en við Svana byrjuðum að hrista á okkur mjaðmirnar áður en við stigum þar inn. Það er besta leiðin að mæta í teiti. 

Þar var til leiks tvær nýjar vörulínur í sýningarrýminu við Tryggvagötu 25, Hafnartorgi. Annarsvegar vörulínu af Composition veggljósum sem hönnuð er af Theodóru Alfreðsdóttur fyrir FÓLK og nýrri vörulínu af Living Objects sem Ólína Rögnudóttir hannaði fyrir FÓLK.

Gleðin hjá FÓLK á Hafnartorgi á HönnunarMars 2022Helgi Ómars
Gleðin hjá FÓLK á Hafnartorgi á HönnunarMars 2022Helgi Ómars
Gleðin hjá FÓLK á Hafnartorgi á HönnunarMars 2022Helgi Ómars
Gleðin hjá FÓLK á Hafnartorgi á HönnunarMars 2022Helgi Ómars
Gleðin hjá FÓLK á Hafnartorgi á HönnunarMars 2022Helgi Ómars
Gleðin hjá FÓLK á Hafnartorgi á HönnunarMars 2022Helgi Ómars
FÓLK á HönnunarMars 2022Helgi Ómars
Vel klædd á HafnatorgiHelgi Ómars

HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar

Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  

Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022


Tengdar fréttir

Rólur og húsgögn á Austurhöfn

Við heimsóttum Studio Austurhöfn beint eftir opnunarhóf HönnunarMars í Hörpunni en um er að ræða glæsilegt sýningarrými og vinnustofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×