

Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi.
Gestir flykktust að í Ásmundarsal síðastliðinn laugardag þegar fatahönnuðurinn Sóley Jóhannsdóttir frumsýndi sína fyrstu fatalínu, Sleepwalker. Yfir 200 manns mættu og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Hátískan tók yfir Landsbankahúsið síðastliðið föstudagskvöld þegar nýútskrifaðir fatahönnuðir afhjúpuðu nýjustu verk sín með tískusýningu. Fyrirsætur gengu um, lifandi tónlist ómaði og tískuþyrstir gestir flykktust að.
Það var sannarlega líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur um helgina þar sem allir helstu hönnuðir og listamenn landsins stóðu fyrir ýmsum sýningaropnunum í tilefni af Hönnunarmars. Borgin iðaði af menningu og gleði og fjöldi fólks tók púlsinn á listasenunni.
Það var fjör í Andrá Reykjavík á laugardaginn þegar tískuskvísurnar og hönnuðirnir Karitas Spano og Thelma Gunnarsdóttir frumsýndu splunkunýja merkið Suskin. Margt var um manninn og mikil stemning í bænum í tilefni af Hönnunarmars.
Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra heiðraði Eyjólf Pálsson stofnanda Epal fyrir hálfrar aldar starf í þágu íslenskrar hönnunar í nýja Landsbankanum í vikunni. Fjárfestum í hönnun, sem er hluti af HönnunarMars sem stendur yfir fram á sunnudag í húsnæði bankans.
Á HönnunarMars sameinast ólíkar greinar hönnunar og arkitektúrs í kraftmikilli og áhugaverðri hátíð sem snertir á fjölbreytilegum hliðum samfélags og atvinnulífs, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnunar, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar og stafrænnar hönnunar svo dæmi séu nefnd. Polestar tekur þátt í HönnunarMars á ýmsa vegu.
„Þetta er minn hægri fótur og vinstri hönd, klárt mál, hefur veitt mér mikla ánægju, haldið fyrir mér vöku og allt þar á milli,“ segir myndlistarmaðurinn Árni Már sem hefur rekið Gallery Port frá því það var stofnað fyrir níu árum. Það má segja að Árni þekki flest allar hliðar myndlistarsenunnar hérlendis og heldur stöðugt áfram að feta ótroðnar slóðir. Blaðamaður tók púlsinn á honum.
Hönnunarmars hefur verið settur í sautjánda sinn. Stjórnandi verkefnisins segir risastóra hönnunar- og arkítektúrhátíð fram undan. Yfir hundrað viðburðir eru á dagskrá næstu fimm dagana.
„Í samfélagi sem ýtir okkur sífellt til að vera hraðari og afkastameiri er auðvelt að gleyma því að tíminn sjálfur breytist ekki, það er upplifunin sem sveiflast,“ segir hönnuðurinn Viktor Weisshappel sem opnar klukkusýningu á Prikinu í tilefni af Hönnunarmars. Hátíðin hefst með pompi og prakt í dag.
Við Íslendingar erum með ríkustu þjóðum heims og eigum frábært land, náttúru og samfélag þar sem ríkir frelsi. Hér eru tækifæri til sköpunar og uppbyggingar en landið er ríkt af auðlindum, mannauði og hugviti.
„Ég er enn í dag alltaf að nota verkfæri sem pabbi minn átti. Mér finnst mjög gaman núna að tengja svona mikið við hann í því sem ég er að gera,“ segir hönnuðurinn og listakonan Salóme Hollanders. Hún hefur komið víða við í listheiminum, fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuumslag, hannað listaverkaspegla sem hafa slegið í gegn og sett upp fjölda sýninga. Blaðamaður ræddi við hana á djúpum nótum um lífið og listina.
„Ég er líka að gera tilraun til að kyngera þetta ekki, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali,“ segir grafíski hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína sem opnaði sýninguna Drottningar nú á dögunum. Þura hefur komið víða við, bjó lengi á Ítalíu og eignaðist aðra dóttur sína í vetur. Blaðamaður tók púlsinn á henni.
Góð hönnun og arkitektúr getur bætt líðan bæði andlega og líkamlega. Hönnunarmars hátíð hönnunar og arkitektúrs er haldin í 17. sinn dagana 2. til 6. apríl.
Magnea Einarsdóttir hefur síðustu tólf árin hannað og framleitt vörur úr íslenskri ull. Hún hefur í tvígang sett í sölu kápulínur sem eru framleiddar úr íslenskri ull á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að það skipti miklu máli að hægt sé að tryggja rekjanleika varanna. Á sama tíma segir hún það ekki skilgreina íslenska hönnun að hún sé framleidd hér.
Góð hönnun og arkitektúr getur bætt líðan bæði andlega og líkamlega. Vala Matt kynnti sér dagskrá Hönnunarmars hátíð hönnunar og arkitektúrs sem haldin er í sautjánda sinn dagana 2. til 6. apríl.
Hátt í hundrað verkefni hlutu styrk úr borgarsjóði á sviði menningarmála, en 225 umsóknir bárust í haust um styrki sem hljóða upp á tæplega 390 milljónir króna. Útnefning Listhóps Reykjavíkur 2025 fór fram í Iðnó í dag.
„Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið. Og þar gildir það sem almennt gildir um hörðustu samningana: Við tökum eitt ár í einu,“ segir Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi fyrirtækisins FÓLK og hlær.
Helga Ólafsdóttir fatahönnuður og stjórnandi HönnunarMars hefur sett bjarta og tignarlega íbúð við Njálsgötu í Reykjavík á sölu. Húsið var byggt árið 1927. Ásett verð er 79,9 milljónir.
„Eftirminnilegasta sýningin er án efa Vivienne Westwood, það var frábær lífsreynsla,“ segir förðunarfræðingurinn Dýrleif Sveinsdóttir. Hún byrjaði í förðunarbransanum árið 2010 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á borð við hátískusýningar. Blaðamaður ræddi við hana um bransann.
Það var líf og fjör í nýja Landsbankahúsinu á laugardag þegar fatahönnuðir framtíðarinnar komu saman og settu upp lifandi sýningu.
Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands fór fram með pomp og prakt í Hörpu á föstudagskvöld. Fatahönnuðir framtíðarinnar sýndu útskrifarverk sín við frábærar undirtektir gesta. Bjarni Einarsson tökumaður Vísis var á staðnum og tók upp sýninguna en hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér í pistlinum.
Menningarhátíðin HönnunarMars var sett með pompi og prakt í Hafnarhúsinu í síðastliðinn miðvikudag. Veðrið lék við hátíðargesti sem marseruðu í skrúðgöngu frá Hörpu að Hafnahúsinu með Lúðrasveit verkalýðsins í broddi fylkingar.
Sumarið er formlega gengið í garð og nutu stjörnur landsins veðurblíðunnar í vikunni eins og þeim einum er lagið. Menningarlífið iðaði á HönnunarMars þar sem fjöldi fólks kynnti sér íslenska hönnun víða um höfuðborgina.
Áherslur á hönnun heimilisins eru í stöðugri þróun. Breytingarnar eru hraðar og erfitt að fylgjast með öllum nýjungum. Og kannski engin ástæða til. Tískan á hverjum tíma hefur engu að síður áhrif á hvernig við horfum á hlutina í kringum okkur.
Þegar íbúðir eru hannaðar þarf að sjá til þess að skapa gott umhverfi svo að íbúar fái tækifæri til að þrífast og dafna inni í íbúðinni.
Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar stendur á tímamótum þar sem hún og kollegi hennar Magnea eru að opna nýja verslun við Hafnartorg. Þær fögnuðu opnuninni með pompi og prakt í gær og hafa síðustu dagar því verið mjög viðburðaríkir en Aníta gaf sér þó tíma til að opna tösku sína fyrir lesendum Vísis hér í fasta liðnum Hvað er í töskunni?
Helga Ólafsdóttir, hönnuður og stjórnandi Hönnunarmars, hefur alla tíð verið mikið borgarbarn og ævintýragjörn. Helga var aðeins sautján ára gömul þegar hún flutti að heiman frá Akureyri og fór í Menntaskólann í Reykjavík. Hún segist verða óróleg þegar hún er á Íslandi og verði því að fara reglulega erlendis, eða einu sinni í mánuði.
„Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939.