Lífið

Þóttist ætla að gefa út bók með nöfnum þeirra sem á að „cancela“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Edda Falak sló á létta strengi með Gústa B í útvarpsþættinum Veislan á FM957.
Edda Falak sló á létta strengi með Gústa B í útvarpsþættinum Veislan á FM957. Vísir/Vilhelm

„Þetta er svona dómstóll götunnar. Þeir sem ég er búin að cancela, þeim sem á eftir að cancela og þeir sem mig langar að cancela,“ segir Edda Falak þegar hún gabbar Gústa B í viðtali á FM957. 

Gústi B spyr Eddu út í lífið og tilveruna í nýjum útvarpsþætti sínum Veislan sem er á dagskrá FM957.

Hann virtist þó ekki alveg vita í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar spjallið barst að fyrirhugaðri bókaútgáfu Eddu þar sem hún svarar því að bókin komi til með að innihalda nöfn allra þeirra sem hana langi til að cancela. 


Gústi: „Bíddu ha? Þú ert ekki að djóka?

Edda: „Nei!“

Gústi: „Ha, bíddu ha? Nöfn á þeim sem þig langar að cancela?“

Edda: „Já!“

Gústi: Ha? Hvernig virkar það? 


Gústa virðist svo mjög létt þegar Edda segist að sjálfsögðu vera að grínast og að bókin fjalli hvorki um dómstól götunnar né innihaldi einhverja nafnalista.

Bókin muni fjalla um reynslu hennar, tilfinningar, hugarfar og krefjandi tíma í kjölfar hótanna og áreitis á samfélagsmiðlum.

Klippuna úr þættinum er hægt að nálgast hér fyrir neðan. 

Ásamt léttu spjalli um ræktina, tvitter og fleira segir Edda einnig frá púsl-æði sínu sem hún segir vera mjög góða leið til að kúpla sig út eftir erfiða daga og oft á tíðum þung og krefjandi samtöl.  

Ég er bara alltaf að púsla! Fólk heldur bara að ég sé alltaf að rífa mig en ég er bara heima að púsla, 

...segir Edda og hlær.  


Tengdar fréttir

Edda Falak til liðs við Stundina

Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.