Sigga, Beta og Elín er lagðar af stað til Ítalíu.Vísir/Hulda Margrét
Íslenski Eurovisionhópurinn lagði af stað til Ítalíu í morgun en systurnar Sigga, Beta og Elín stíga á svið í Tórínó þann 10.maí.
Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi hópsins, segir að æfingar hefjist strax á morgun.
„Við eigum æfingu strax á morgun og svo eru fleiri æfingar. En svo eru líka blaðamannafundir og opnunarhátíð, viðtöl og alls konar í bland við æfingar,“ segir Rúnar Freyr í frétt RÚV.
Auk systranna Siggu, Betu og Elínar eru tólf aðrir í hópnum sem hélt til Ítalíu í morgun. Þar á meðal bakraddasöngvarar og að sjálfsögðu Lay Low sem er höfundur lagsins „Með hækkandi sól“.
Systurnar þátt í fyrri undankeppninni sem fer fram þann 10.maí. Þær unnu sigur í Söngvakeppninni hér heima eftir harða baráttu við Reykjavíkurdætur.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.