Oddvitaáskorunin: Stendur á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2022 09:01 Bjarki á glærum ís á Bjarnarvatni. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Bjarki Bjarnason leiðir lista Vinstri grænna í Mosfellsbæ í komandi kosningum. Ég er fæddur árið 1952 og hef búið nær alla ævi í Mosfellsdal. Tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hélt síðan til náms í Þýskalandi þar sem ég nam meðal annars íþróttafræði og latínu, síðar tók ég cand.mag. próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Ég kenndi mikið á árum áður, fyrst í grunnskólum, meðal annars í Grímsey, það var mjög eftirminnilegur vetur. Síðan sneri ég mér að kennslu í framhaldsskólum og kenndi aðallega íslensku. Ég hef skrifað 20-30 bækur af ýmsum toga ýmist einn eða í félagi við aðra. Þar á meðal eru bækur um sögu Mosfellsbæjar og sögu Ungmennafélagsins Aftureldingar sem ég skrifaði ásamt Magnúsi Guðmundssyni. Síðastliðin átta ár hef ég setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar sem fulltrúi VG, þar af hef ég verið forseti bæjarstjórnar í fimm ár. Á vettvangi bæjarmála vil ég meðal annars vinna að því að í Mosfellsbæ blómstri fjölskylduvænt, umhverfisvænt og réttlátt samfélag og að bærinn haldi áfram sínu náttúrulega og sögutengda yfirbragði. Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarki Bjarnason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hraungjárnar á Þingvöllum. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Ég reyni að láta ekkert fara í taugarnar á mér – sem breytir því ekki að ýmislegt má laga í Mosfellsbæ. Bjarki ásamt Vilborgu dóttur sinni á tónleikum með Robert Plant og fleirum í Laugardalnum. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að standa á haus til að sjá heiminn í réttu ljósi. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var stöðvaður á Ferguson-dráttarvél 16 ára gamall og laganna þjónn spurði: Gæti ég fengið að sjá ökuskírteinið yðar? Hvað færðu þér á pizzu? Sveppir og pepparoni. Hvaða lag peppar þig mest? Stolt siglir fleyið mitt, með Gylfa Ægissyni. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Tíu. Göngutúr eða skokk? Gönguskokk. Uppáhalds brandari? Að lesa þessa spurningu. Bjarki og Gluggavarðan á Mosfellsheiði. Hvað er þitt draumafríi? Að ferðast um Ísland með Þóru konunni minni. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Hvort öðru betra. Uppáhalds tónlistarmaður? Ian Anderson í hljómsveitinni Jethro Tull sem stendur á öðrum fæti og leikur um leið Bach á flautu af mikilli list. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar mig dreymdi að ég vekti sjálfan mig um miðja nótt og æpti: Þú ert ég! Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Sveppi. Hefur þú verið í verbúð? Já, á Seyðisfirði árið 1975. Áhrifamesta kvikmyndin? Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra, sprenghlægileg gamanmynd eftir Óskar Gíslason frá árinu 1951. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei, ég á svo góða granna í raunheimum. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Færeyja. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Ég skammast mín aldrei fyrir að hlusta á tónlist, hvort sem það er þungarokk eða þýskar óperur. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira