Tónlist

Kanada fer af stað með eigin Eurovision keppni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Thomas Raggi, Damiano David, Victoria De Angelis og Ethan Torchio í hljómsveitinni Måneskin frá Ítalíu stóðu uppi sem sigurvegarar Eurovision á síðasta ári.
Thomas Raggi, Damiano David, Victoria De Angelis og Ethan Torchio í hljómsveitinni Måneskin frá Ítalíu stóðu uppi sem sigurvegarar Eurovision á síðasta ári. Getty/Dean Mouhtaropoulos

Í gær var tilkynnt að Kanada fylgir í fótspor Bandaríkjanna og byrjar með eigin Eurovision keppni. Keppendur frá öllum hlutum Kanada munu keppa með frumsömdum lögum í beinni útsendingu í þáttunum Eurovision Canada.

Samkvæmt frétt á vef Eurovision keppninnar mun Eurovision Canada fara af stað árið 2023. Kanada hefur ekki keppt í Eurovision en hin Kanadíska Céline Dion frá Charlemagne vann keppnina árið 1988. Söngkonan keppti þá fyrir Sviss með laginu Ne Partez Pas Sans Moi.

Kanadamenn hafa átt  mikið af hæfileikaríkum og vinsælum lagahöfundum og listamönnum eins og Justin Bieber, Drake, The Weeknd, Sarah McLachlan, Shania Twain, Joni Mitchell, Neil Young, Leonard Cohen, Carly Rae Jepsen og fleiri. 

Hér fyrir neðan má sjá sigurlag Céline Dion frá 1988.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×