„Gjammaði í eyrað“ á Tyson sem fékk nóg og lét hnefana tala Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 10:47 Mike Tyson er af mörgum talinn einn besti boxari allra tíma. Stephen Flood/The Express-Times via AP Mike Tyson, sem af mörgum er álitinn einn besti boxari allra tíma, varð uppvís að því að kýla ítrekað farþega í flugvél sem var í þann mund að leggja af stað frá San Francisco til Flórída í vikunni. Maðurinn ku hafa verið afar ölvaður og er sagður hafa áreitt Tyson ítrekað áður en barsmíðarnar hófust. Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að fréttum af lífi hinna ríku og frægu í Hollywood. TMZ hefur eftir farþega í vélinni að meðan fólk kom sér fyrir í sætum sínum hafi Tyson einfaldlega setið í sæti sínu, pollrólegur. Maðurinn sem síðar hafi fengið að finna fyrir höggþunga hnefaleikakappans hafi fengið mynd af sér með Tyson, og síðan ítrekað reynt að halda uppi samræðum við hann. Maðurinn sem um ræðir sat í sætinu fyrir framan Tyson. Tyson á að endingu að hafa fengið nóg af manninum, og beðið hann um að slaka aðeins á. Það hafi maðurinn ekki gert og haldið áfram að „gjamma í eyrað“ á Tyson, sem þá hafi verið nóg boðið. Í kjölfarið hafi Tyson hallað sér yfir sæti mannsins og byrjað að kýla hann ítrekað í andlitið. WATCH: Mike Tyson beats up annoying passenger messing with him on an airplane ( via @TMZ_Sports)#MikeTyson #Fight #Viral pic.twitter.com/Q5Ca4GQRef— Frontkick.online (@FrontkickOnline) April 21, 2022 Lögregla skoðar myndband af árásinni Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á netinu. Það má sjá hér að ofan. Þar sést hvar farþeginn sem varð fyrir barðinu á „Iron Mike,“ eða „Mikki úr járni,“ eins og það myndi útlistast á íslensku, er blóðugur á enninu. Tyson er sagður hafa gengið út úr flugvélinni eftir árásina. Maðurinn sem hann réðst á fékk aðhlynningu lækna og er síðan sagður hafa haft samband við lögreglu. TMZ hefur það eftir lögreglu í San Francisco að tveir einstaklingar sem taldir eru tengjast málinu hafi verið handteknir. Þó hafi sá sem ráðist var á gefið „lágmarksvitnisburð um málið og neitað að vinna frekar með lögreglu við rannsókn málsins.“ Lögregla segir einnig að myndbandið af árásinni sé nú til skoðunar hjá lögreglustjóranum í San Mateo-sýslu í Kaliforníu. Box Hollywood Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Frá þessu greinir slúðurmiðillinn TMZ, sem er fremstur meðal jafningja þegar kemur að fréttum af lífi hinna ríku og frægu í Hollywood. TMZ hefur eftir farþega í vélinni að meðan fólk kom sér fyrir í sætum sínum hafi Tyson einfaldlega setið í sæti sínu, pollrólegur. Maðurinn sem síðar hafi fengið að finna fyrir höggþunga hnefaleikakappans hafi fengið mynd af sér með Tyson, og síðan ítrekað reynt að halda uppi samræðum við hann. Maðurinn sem um ræðir sat í sætinu fyrir framan Tyson. Tyson á að endingu að hafa fengið nóg af manninum, og beðið hann um að slaka aðeins á. Það hafi maðurinn ekki gert og haldið áfram að „gjamma í eyrað“ á Tyson, sem þá hafi verið nóg boðið. Í kjölfarið hafi Tyson hallað sér yfir sæti mannsins og byrjað að kýla hann ítrekað í andlitið. WATCH: Mike Tyson beats up annoying passenger messing with him on an airplane ( via @TMZ_Sports)#MikeTyson #Fight #Viral pic.twitter.com/Q5Ca4GQRef— Frontkick.online (@FrontkickOnline) April 21, 2022 Lögregla skoðar myndband af árásinni Myndband sem náðist af atvikinu er nú í dreifingu á netinu. Það má sjá hér að ofan. Þar sést hvar farþeginn sem varð fyrir barðinu á „Iron Mike,“ eða „Mikki úr járni,“ eins og það myndi útlistast á íslensku, er blóðugur á enninu. Tyson er sagður hafa gengið út úr flugvélinni eftir árásina. Maðurinn sem hann réðst á fékk aðhlynningu lækna og er síðan sagður hafa haft samband við lögreglu. TMZ hefur það eftir lögreglu í San Francisco að tveir einstaklingar sem taldir eru tengjast málinu hafi verið handteknir. Þó hafi sá sem ráðist var á gefið „lágmarksvitnisburð um málið og neitað að vinna frekar með lögreglu við rannsókn málsins.“ Lögregla segir einnig að myndbandið af árásinni sé nú til skoðunar hjá lögreglustjóranum í San Mateo-sýslu í Kaliforníu.
Box Hollywood Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira