„Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2022 22:30 Rúnar Ingi var afar sáttur með farseðil í úrslitin Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í skýjunum eftir að Njarðvík tryggði sér farseðilinn í úrslit Subway-deildar kvenna gegn Haukum. „Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
„Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir fyrstir í undanúrslit Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira