UMBRA frumsýnir Stóðum tvö í túni: „Ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2022 15:30 Umbra byggir frumsamdar útsetningar sínar á íslenskri og evrópskri miðaldatónlist. Hljómsveitin Umbra hefur sett tónlist við eldheitt ástarljóð úr Víglundarsögu, Stóðum tvö í túni, sem er ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga. Lagið kemur út í dag og Lífið á Vísi frumsýnir hér myndbandið við lagið. Myndbandinu var leikstýrt af hinum kanadíska Blair Alexander. „Fræg er ástarsenan úr Ghost með Patrick Swayze og Demi Moore við rennibekkinn. Ef til vill er ekki um ósvipaða senu að ræða í Víglundarsögu sem rituð var fyrir meira en 500 árum, þar sem Ketilríður þvær hár elskhuga síns Víglundar. Þau standa tvö í túni, strjúka hvort öðru og kveðjast með ástartrega og táru,“ segir í tilkynningu frá UMBRA. „Ástarsögur voru sjaldnast til frásagnar í Íslendingasögunum en Víglundar saga hverfist um ástir, örlög og hindranir á vegi elskenda sem að lokum ná saman. Klippa: Umbra - Stóðum tvö í túni UMBRA er hljómsveit sem rannsakar víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Hópurinn hefur skapað draumkenndan og tímalausan hljóðheim með dökkum undirtón sem hlýst af samspili raddspuna og hljóðfæraleiks. BJARGRÚNIR verður fjórða plata hljómsveitarinnar Umbru. Hún kemur út 1. maí og verður gefin út af Dimmu, Nordic Notes í Þýskalandi og dreift af Sony Music Iceland. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna fyrr aftur í aldir, en lítið er til af heimildum þar að lútandi. Ólík yrkisefni draga fram raunir sem endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrikaleg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða. Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni hefur hljómsveitin UMBRA verið valin til þess að koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Nordic Folk Alliance er tónlistarhátíð, ráðstefna og alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlistarfólk frá Norðurlöndum sem haldin verður í Gautaborg síðar í mánuðinum. Þrjú íslensk tónlistaratriði koma fram, Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur. Tónlist Tengdar fréttir Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. 5. apríl 2022 15:30 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lagið kemur út í dag og Lífið á Vísi frumsýnir hér myndbandið við lagið. Myndbandinu var leikstýrt af hinum kanadíska Blair Alexander. „Fræg er ástarsenan úr Ghost með Patrick Swayze og Demi Moore við rennibekkinn. Ef til vill er ekki um ósvipaða senu að ræða í Víglundarsögu sem rituð var fyrir meira en 500 árum, þar sem Ketilríður þvær hár elskhuga síns Víglundar. Þau standa tvö í túni, strjúka hvort öðru og kveðjast með ástartrega og táru,“ segir í tilkynningu frá UMBRA. „Ástarsögur voru sjaldnast til frásagnar í Íslendingasögunum en Víglundar saga hverfist um ástir, örlög og hindranir á vegi elskenda sem að lokum ná saman. Klippa: Umbra - Stóðum tvö í túni UMBRA er hljómsveit sem rannsakar víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Hópurinn hefur skapað draumkenndan og tímalausan hljóðheim með dökkum undirtón sem hlýst af samspili raddspuna og hljóðfæraleiks. BJARGRÚNIR verður fjórða plata hljómsveitarinnar Umbru. Hún kemur út 1. maí og verður gefin út af Dimmu, Nordic Notes í Þýskalandi og dreift af Sony Music Iceland. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna fyrr aftur í aldir, en lítið er til af heimildum þar að lútandi. Ólík yrkisefni draga fram raunir sem endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrikaleg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða. Eins og kom fram á Vísi fyrr í vikunni hefur hljómsveitin UMBRA verið valin til þess að koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Nordic Folk Alliance er tónlistarhátíð, ráðstefna og alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlistarfólk frá Norðurlöndum sem haldin verður í Gautaborg síðar í mánuðinum. Þrjú íslensk tónlistaratriði koma fram, Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur.
Tónlist Tengdar fréttir Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. 5. apríl 2022 15:30 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. 5. apríl 2022 15:30