„Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 06:00 Tinna Hrafnsdóttir leikkona, leikstjóri og framleiðandi var gestur í Einkalífinu hér á Vísi. Vísir/Vilhelm „Mér finnst afskaplega gott að fjalla um þessa hluti sem við forðumst að tala um,“ segir leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir. Hún glímdi við ófrjósemi í fimm ár áður en hún og Sveinn Geirsson eiginmaður hennar eignuðust tvíburadrengi árið 2012. „Á meðan á því stóð þá fannst mér mjög erfitt að tala um það og segja fólki frá því. Ófrjósemi er rosalega mikið leyndarmál og fólki finnst erfitt að tala um þetta. En þetta er mjög algengt, tölurnar segja okkur að það er einn af hverjum sex að kljást við þetta sem er gríðarlegur fjöldi.“ Í viðtali í Einkalífinu segir Tinna að eftir að hafa gengið í gegnum þessa reynslu hafi hún fundið mikla þörf til að deila henni með öðrum í sömu stöðu og talaði því mjög opinskátt um ófrjósemina. „Ég vissi að með því að segja frá því að þetta hafi á endanum tekist hjá mér, væri ég að gefa öðrum von.“ Þetta erfiða verkefni hafði mikil áhrif á Tinnu og hennar andlegu líðan en hún kom sterkari út úr þessari lífsreynslu. „Mér fannst ég hafa náð í lífinu þangað sem ég vildi ná. Ég var búin að ná toppnum. Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta, það mikilvægasta og þakklátasta af þessu öllu.“ Mikilvægt að halda í vonina Tinna leit á þetta þannig að hún hefði náð að vinna stærsta sigurinn og allir ósigrarnir yrðu nú mun auðveldari. Þetta gaf henni líka aukið sjálfstraust og varð til þess að hún lét leikstjóradrauminn rætast. „Það efldi mig að ná þessu markmiði,“ útskýrir Tinna. „Ég var sterkari en ég hélt.“ Hún þakkar eiginmanninum fyrir að hún hafi ekki gefist upp eða bugast, hann hafi haldið svo fast í þá von að þetta myndi takast hjá þeim. „Ef þú hefur hana ekki þá er þetta nánast ómögulegt.“ Þetta var samt sem áður erfitt fyrir sambandið þeirra, þessi stöðugu vonbrigði á meðan þau voru að kljást við þessa óútskýrðu ófrjósemi. „Það er gríðarlega mikið sem öll sambönd þurfa að þola í sambandi við þetta, sem er eðlilegt.“ Í nýjasta þættinum af Einkalífinu ræddi Tinna um ófrjósemina, móðurhlutverkið, mikilvægi þess að setja fólki mörk og einnig leiklistina, ferilinn og kvikmyndina Skjálfta, sem frumsýnd var hér á landi í síðustu viku. Viðtalið má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Einkalífið Frjósemi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandi lófaklapp á fyrstu sýningu Skjálfta Íslenska kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur, sem byggð er á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, var frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í gær. 1. apríl 2022 14:32 Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
„Á meðan á því stóð þá fannst mér mjög erfitt að tala um það og segja fólki frá því. Ófrjósemi er rosalega mikið leyndarmál og fólki finnst erfitt að tala um þetta. En þetta er mjög algengt, tölurnar segja okkur að það er einn af hverjum sex að kljást við þetta sem er gríðarlegur fjöldi.“ Í viðtali í Einkalífinu segir Tinna að eftir að hafa gengið í gegnum þessa reynslu hafi hún fundið mikla þörf til að deila henni með öðrum í sömu stöðu og talaði því mjög opinskátt um ófrjósemina. „Ég vissi að með því að segja frá því að þetta hafi á endanum tekist hjá mér, væri ég að gefa öðrum von.“ Þetta erfiða verkefni hafði mikil áhrif á Tinnu og hennar andlegu líðan en hún kom sterkari út úr þessari lífsreynslu. „Mér fannst ég hafa náð í lífinu þangað sem ég vildi ná. Ég var búin að ná toppnum. Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta, það mikilvægasta og þakklátasta af þessu öllu.“ Mikilvægt að halda í vonina Tinna leit á þetta þannig að hún hefði náð að vinna stærsta sigurinn og allir ósigrarnir yrðu nú mun auðveldari. Þetta gaf henni líka aukið sjálfstraust og varð til þess að hún lét leikstjóradrauminn rætast. „Það efldi mig að ná þessu markmiði,“ útskýrir Tinna. „Ég var sterkari en ég hélt.“ Hún þakkar eiginmanninum fyrir að hún hafi ekki gefist upp eða bugast, hann hafi haldið svo fast í þá von að þetta myndi takast hjá þeim. „Ef þú hefur hana ekki þá er þetta nánast ómögulegt.“ Þetta var samt sem áður erfitt fyrir sambandið þeirra, þessi stöðugu vonbrigði á meðan þau voru að kljást við þessa óútskýrðu ófrjósemi. „Það er gríðarlega mikið sem öll sambönd þurfa að þola í sambandi við þetta, sem er eðlilegt.“ Í nýjasta þættinum af Einkalífinu ræddi Tinna um ófrjósemina, móðurhlutverkið, mikilvægi þess að setja fólki mörk og einnig leiklistina, ferilinn og kvikmyndina Skjálfta, sem frumsýnd var hér á landi í síðustu viku. Viðtalið má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Einkalífið Frjósemi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandi lófaklapp á fyrstu sýningu Skjálfta Íslenska kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur, sem byggð er á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, var frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í gær. 1. apríl 2022 14:32 Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 Mest lesið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menning Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Lífið Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Lífið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Leikjavísir Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Sjá meira
Dynjandi lófaklapp á fyrstu sýningu Skjálfta Íslenska kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur, sem byggð er á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, var frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í gær. 1. apríl 2022 14:32
Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09
Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30
Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31