„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 4. apríl 2022 19:10 Halldóra kallar eftir því að Sigurður Ingi segi af sér vegna ummælanna. Vísir Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Miklar umræður sköpuðust á Alþingi í dag um ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, sem hann lét falla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Vigdís steig fram í dag og greindi frá því að Sigurður Ingi hafi viðhaft særandi ummæli um hana. Upp hafi komið hugmynd að hópur starfsmanna Bændasamtakanna ásamt Sigurði héldu á Vigdísi á mynd en Sigurður Ingi hafi sagt eitthvað á þá leið: Á að lyfta þeirri svörtu? Sigurður Ingi baðst innilegrar afsökunar á ummælum sínum í dag en Halldóra Mogensen þingmaður Pírata segir það ekki nóg. Halldóra spurði forsætisráðherra í dag að því hvort hún muni fara fram á afsögn Sigurðar vegna ummælanna. „Ummæli Sigurðar Inga eru brot á lögum um mismunun. Valdi fylgir ábyrgð og ráðherra getur ekki bara sísvona brotið lög sem hans eigin ríkisstjórn setti fyrir fjórum árum síðan án nokkurra afleiðinga af því að hann biður afsökunar,“ sagði Halldóra í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hérna núna og væri að segja af sér.“ Hún segir alls ekki nóg að biðjast afsökunar á að brjóta lög sem Sigurður setti sjálfur. „Hver eru skilaboðin til samfélagsins? Þú verður að sæta ábyrgðar og það er óþolandi að sjá okkur trekk í trekk standa í þessari stöðu þar sem ráðherrar neita að taka ábyrgð.“ Veltir fyrir sér atburðarrás málsins Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segist velta fyrir sér atburðarrás málsins. „Ummælin falla á fimmtudaginn, alla helgina eru fjölmiðlar að eltast við þetta mál því þeir heyra af þessum rasísku ummælum. Aðstoðarmaðurinn stígur fram um helgina og segir að það sé ekkert hæft í þessu og notar orðin „það er bull“ að þetta hafi verið sagt,“ sagði Sigmar í kvöldfréttum. „Síðan stígur framkvæmdastjóri Bændasamtakanna fram með yfirlýsingu í dag og í framhaldi af því þá biðst Sigurður Ingi Jóhannsson afsökunar. Ég er bara að kalla eftir því að við skoðum afsökunarbeiðnina í ljósi þessarar atburðarrásar allrar vegna þess að hún kemur ekki fram fyrr en hann er kominn upp við vegg og það er komin yfirlýsing fram frá þolandanum.“ Hann segir auðvitað gott að Sigurður Ingi hafi beðist afsökunar. „En mér finnst að þessi atburðarrás öll, vegna þess líka að aðstoðarmaðurinn starfar auðvitað í umboði Sigurðar, að það þurfi allt að vera með í jöfnunni þegar við leggjum mat á framhald málsins.“ Segist hafa svarað í samræmi við það sem hún varð vitni að Ingveldur Sæmundsdóttir, umræddur aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem tók fyrir að hann hafi látið ummælin falla, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að hún hafi aðeins lýst því sem hún varð vitni að í samskiptum Sigurðar Inga við Vigdísi. „Í svari mínu til DV í gær var ég segja frá því sem ég heyrði og varð vitni að og var það ekki borið undir ráðherra,“ segir Ingveldur í skriflegu svari við RÚV. Ingveldur hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira