Lífið

„Ég get ekki meir, ég ætla að slökkva“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Már er líklega fyrsti áhrifavaldurinn hér á landi.
Aron Már er líklega fyrsti áhrifavaldurinn hér á landi.

Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í gærkvöldi. Lóa hittir aðalpersónurnar sem internetið hefur fætt af sér og skoðar hvaða áhrif netheimar hafa á raunheima og hvernig mörkin verða sífellt óskýrari.

Í gær var rætt við fyrrum áhrifavaldinn og leikarann Aron Már Ólafsson eða Aron Mola og Kristín Pétursdóttir áhrifavaldur og leikkona.

Aron segist hafa orðið Snapchat stjarna og áhrifavaldur til að skapa sér nafn eftir að hann fór i leiklistarskólann. Hann fékk nóg því að búa til efni allan sólarhringinn og hefur nú lagt áhrifavaldaskóna á hilluna fyrir fullt og allt og finnst hann hafa náð takmarki sínu sem sé að vera vinsæll leikari.

„Þetta var til að byrja með skemmtilegt efni sem ég var að setja út og færri auglýsingar. Svo fór þetta að vera fleiri auglýsingar og minna persónulegt efni og með því fylgdi meira áreiti og meira álag. Ég ákvað bara, ég get ekki meir, ég ætla að slökkva,“ segir Aron en hér að neðan má sjá brot úr þættinum.

Klippa: Ég get ekki meir, ég ætla að slökkva





Fleiri fréttir

Sjá meira


×